Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 3

Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 3
LANDNEhlNfl 'tg.: ÆskulySsjylkingin — samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Einar Bragi Sigurðsson, Ab.: Forseti. ÆskulýSsjylkingarinnar. 7. tölublað 1955 9. drgangur Alþjoðasainlmiicl lýðræðissiiinaðrai" æskw flO ára. Hinn 10. nóvember eru tíu ár liffin frá því er formlega var gengið frá stofnun Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðrar æsku. Stofnun sam- bandsins hafði átt sér nokkurn að- draganda. Á stríðsárunum tókst sam- starf ýmissa lýðræðissinnaðra sam- taka til baráttu gegn stríði. Árið 1942 var stofnað svonefnt Alheims- ráð æskunnar, og boðaði það til fyrstu alþjóðlegu æskulýðsráðstefn- unnar í London haustið 1945. Var Alþjóðasambandið stofnað í lok þeirrar ráðstefnu, binn 10. nóvember eins og fyrr segir. Fyrstu skipti íslands og Alþjóðasambandsins. Ráðstefnuna í London sátu fjórir Islendingar á vegum stúdentaráðs, þeir Pétur Eggerz, forsetaritari, Björn Th. Björnsson, listfræðingur, Kristinn Gunnarsson, hagfræðingur og Ásmundur Sigurjónsson, blaða- maður. Þingseta þeirra fól þó ekki í sér aðild að sambandinu, heldur voru þeir nánast áheyrnarfulltrúar. Höfuðtilgangur sambandsins var frá upphafi að sameina æsku heims- ins um kröfuna um varanlegan frið, kröfur um rétt sinn til vinnu og menntunar, kröfu um aukin mann- réttindi æskunnar í nýlendunum og fvlkja heimsæskunni til baráttu gegn endurvakningu fasismans. Heimsmót œskunnar. Veigamesti liðurinn í starfi Al- þjóðasambandsins hefur verið skipu- lagning heimsmóta æskunnar. Fyrsta heimsmótið var haldið í Prag 1947 með 17 þúsund þátttakendum frá 72 þjóðlöndum. Þar voru mættir 9 ís- lendingar á vegum stúdentaráðs. Ann- að heimsmólið var haldið í Búda- pest 1949 með 12 þúsund þátttak- endum frá rúmlega 90 löndum. Þar mættu þrír íslendingar á vegum ÆF. Þriðja heimsmótið var í Berlín 1951 með 26 þúsund þátttakendum frá 102 löndum. Þar voru mættir fjöru- Líu og fjórir íslendingar, og er það i fyrsta sinn sem skipulögð er fjölda- þátttaka héðan í heimsmótunum. Stofnuð var nefnd til að skipuleggja undirbúninginn, og áttu ÆF, Félag róttækra stúdenta og Iðnnemasam- band íslnnds fnlltrúa í henni. Upp úr þeirri nefnd var stofnuð Alþjóða- samvinnunefnd lýðræðissinnaðrar æsku að loknu Beilínarmótinu. Árið 1953 gerðist Félag ungra Dagsbrún- armanna aðili að nefndinni auk þriggja fyrrnefndra félagasamtaka. — Fjórða heimsmótið var haldið í Búkarest 1953 með 30 þúsund full- trúunr fi'á 111 löndum. Þangað fóru 214 íslendingar, og var það tiltölu- lega stærri hópur en frá nokkru landi öðru. Á síðast liðnu sumri var fimmta heimsmót æskunnar haldið í Varsjá með 30 þúsund æskumönnum frá 114 löndum, og sóttu það 130 íslendingar. Heimsmótin hafa orðið æ fjöl- breyttari, og verður þýðing þeirra vart ofmetin. Milljónir æskumanna unr allan heim hafa tekið þátt í undirbúningi þeirra, og tugþúsundir hafa tengzt persónulegum kynningar- og vinaböndum á mótunum sjálfum. Þegar Alþjóðasambandið var stofnað töldu aðildarsamtök þess um 30 milljónir æskufólks, en nú er meðlimatalan orðin urn 90 milljónir — uugt fólk frá flestum löndum heims. LANDNEMINN 3

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.