Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 4

Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 4
Frá Berlínarmótinu 1951. Þing og ráðsfundir. SambandiS heldur þing á fjögra ára fresti, en ráðsfundir eru haldnir árlega. Fulltrúar íslenzku aðildar- samtakanna hafa sótt ráðsfundina síðan 1951, seinast í Peking 1951, en þar voru þrír íslendingar mættir. Fyrstu árin hafði sambandið aðal- bækistöðvar sínar í París, en þegar kalda stríðið var sem grimmilegast árið 1949, vísaði franska stjórnin sambandinu úr landi með bækistöðv- ar sínar. Voru þær þá fluttar til Budapest og hafa verið þar síðan. Auk heimsmótanna hefur sam- bandið gengizt fyrir margvíslegum mikilvægum aðgerðum, og verður hér aðeins drepið á fátt eitt. Fyrst ber að nefna baráttu sam- bandsins fyrir varðveizlu friðar í heiminum og hefur það jafnan fylgt stefnu Heimsfriðarhreyfingarinnar. Sambandið hefur staðið fyrir söfn- unum um heim allan til styrktar æskufólki í nýlendunum, og árið 1948 beitti það sér fyrir ráðstefnu í Kalkútta til að fjalla um vandamál nýlenduæskunnar. Var þar ákveðið að gera 21. febrúar að alþjóðlegum ba'-áttudegi fyrir réttindum nýlendu- æskunnar. 4 LANDNEMINN Næstu verkefni. Á ráðsfundi sambandsins í Varsjá s.l. sumar var samþykkt, að næstu verkefni þess skyldu verða þessi m. a.: I. Undirbúningur 6. heimsmóts æskunnar, sem haldið verður í Moskvu 1957 og á að verSa stærra og voldugra en nokkurt hinna fyrri. Verður skorað á öll andfasistísk æskulýSssamtök aS taka þátt í því. II. Beita sér fyrir auknum sendi- nefndaskiptum æskufólks í hinum ýmsu löndum og landamærafundum ungs fólks úr löndum, sem eiga sam- eiginleg landamæri. III. Efna til funda með ungu fólki úr sömu starfsgreinum, auka samstarf við verkalýðssamtökin og þær stofnanir SameinuSu þjóSanna, sem fjalla um æskulýSsmál. IV. Beita sér fyrir alþjóSaráS- stefnu ungra stálkna á næsta ári. V. Efna til gagnkvæmra heim- s'ikna ungra listamanna úr ýmsum löndum og stofna til alþjóðlegrar listasamkeppni bæði í sambandi við 10 ára afmælið og 6. heimsmótið. ÁformaS er að setja á stofn sérstaka skrifstofu, er annist menningarmála- starfsemi sambandsins. VI. Vinna að því í samstarfi við íþróttasamtök aS koma á alþjóðleg- um íþróttakeppnum og einnig keppn- um milli nágrannalanda. Beita sér fyrir að íþróttahópar og -leiðtogar skiptist á heimsóknum. Fullur stuðn- ingur við Olympíuleikana á næsta ári. Koma upp tjaldbúSastöSvum í ýmsum löndum og stuðla að sumar- ferðalögum ungs fólks. VII. Efla enn einingu æskunnar í heiminum. SambandiS, sem er lang- stærstu alþjóSasamtök ungs fólks, hefur undanfarin tvö ár gert ítrek- aSar tilraunir til aS koma á samstarfi viS ýrns minni alþjóSasamtök æsku- fólks, svo sem W.A.Y., AlþjóSasam- band ungra sósíaldemókrata og al- þjóðasamtök KFUM og K. Mun sam- bandiS nú endurnýja tillögur sínar og hefja nýjar viSræSur viS þessi samtök á næstunni. Einnig er í ráSi aS heimila félagssamtökum aSild aS vissum þáttum sambandsins. Tíu ára afmœlið. Tíu ára afmælis AlþjóSasambands lýSræSissinnaSrar æsku verður minnzt með hátíðahöldum um allan heim. Afmælishátíðin hér á landi verður haldin föstudaginn 11. nóv- ember í Tjarnarkaffi uppi, og verður dagskráin auglýst síðar. Guðmundur Magnússon, verkfræð- ingur — formaður Alþjóðasamvinnu- nefndar lýðræðissinnaðrar æsku — hefur látið Landnemanum í té þær upplýsingar, sem hér hafa verið tald- ar. Hann lét þess að lokum getið, að AlþjóSasamvinnunefndin væri þess fýsandi, að flriri æskulýðssamtök en nú eiga fulltrúa í nefndinni gerðust aðilar aS henni og sem allra flest ís- lenzk æskulýSssamtök tækju þátt í undirbúningi næsta heimsmóts og hvettu félaga sína til að sækja það. _j

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.