Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 5

Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 5
ARTUR LUNDKVIST: KÍNVERSK STÁLSINFÓNÍA Suður af Mukden við járnbraut- ina til Dairen og Port Arthur liggur Anshan, iniðsetur þungaiðnaðarins. Anshan þýðir Söðulfell, en horgin stendur á sléttunni. Söðullaga fjall- ið, sem er mjög málmauðugt, sést að- eins í fjarska. Japanir byggðu Anshan, en í stríðslok gerðu þeir loftárásir á borgina og eyðilögðu iðnaðarhverf- in. Síðan komu kuomintangliðar og drottnuðu þar til 1948. Við frelsun- ina voru íbúar borgarinnar 127000, en eru nú 630000, fimm sjöttu hlut- ar hennar eru nýrisnir af grunni, og hinar 55 stálverksmiðjur eru þvínær allar nýjar. 1 gistihúsinu, sem er eftir nýjustu tízku og mjög vel hirt, tekur bústin miðaldra kona með permanenlbylgj- ur í blásvörtu hárinu á móti okkur. Að baki elskuseminni skín í festu- legan valdsmannssvip, og brátt kem- ur á daginn, að hún er ekki aðeins gestgjafi, heldur einnig iðnfræðing- ur, þaulkunnug öllu starfi stálverk- smiðjanna. Okkur er ekið í bifreiðuin um borgina: nýtízku hús, beinar, breið- ar götur, gelgjuleg tré, sem vaggast í vindinum. Og allt í einu erum við komin inn í iðnaðarhverfið, innan um strompa sem virðast ná alla leið upp í skýin, pípur sem gufa þýtur hvæsandi í gegnum, blossandi eld- bjarma frá bræðsluofnum, járn- brautateina með emjandi flutninga- lestum sem bruna í ýmsar áttir. Gjörvallt loftið virðist titra af hin- um tröllslegu iðnaðarumbrotum og er þrungið margs konar sterkri lykt. Hvergi er ósnortinn blettur, hið vold- uga og háværa athafnalíf hefur þrengt sér alls staðar inn. Þeim sem eru óvanir iðnaðar- hverfi finnst hér bæði erilsamt og örvandi, ógnlegt og heillandi. Smiðja sem framleiðir heilsteypt stálrör í oltuleiðslur og þess háttar. Glóandi rörin fara í gegnum nokkr- ar vélpressur, verða æ dekkri, þynnri, fá endanlegt form. Sérstakar vélar skera af endunum, svo að þeir vcrða sléttir og pípurnar nákvæm- lega jafn langar, ískrandi stálslípun. Að endingu eru rörin látin rúlla nið- ur skábraut, falla fram af háum stölhim með ærandi hávaða, stál- glamri sem smýgur gegnum merg og bein. Þau koma svo ört lrvert á eftir öð'ru, að einn hvellurinn er ekki LANDNEMINN 5

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.