Landneminn - 01.10.1955, Side 6

Landneminn - 01.10.1955, Side 6
þagnaður þegar annar gellur við. Þetta er prófraun: hljómurinn gef- ur til kynna, hvort pípan er ógölluð eða ekki. Hvílík stálsinfónía, hví- líkir hljómar í þessu risavaxna píanói stóriðjunnar! Margir af verksmiðjustjórnendun- um og verkstjórunum eru konur, jafn kunnugar öllum knútum í stál- iðjuverinu og eldhúsinu heima hjá sér. Nokkrar stúlkur koma til okkar og gefa okkur hringi, sem hafa ver- ið sagaðir af stálrörunum. Dálítið víð armbönd, þyngri en nokkur handjárn, blikandi í sárið og með hárbeittar brúnir. Stálhringir frá Anshan til minja: hverjum mun detta í hug, að þeir séu kínverskir? Stúlkurnar eru mitt á milli J)ess að vera feimnar og djarflegar, ákveðn- ar í hreyfingum, rjóðar í kinnum þrátt fyrir inniveruna í verksmiðj- unum, með þykkar fléttur festar upp í hnakkanum til þess að ekki stafi af beim lífshætta innan um vélarnar. Stáliðjuver sem framleiðir járn- b,-autarteina. Hráefnið er sverir járn- bjálkar, sem eru gripnir með raf- segli, er svífur af stað með þá gegn- um loftið. Stúlka situr við tækja- borð og stiórnar málmbyrðunum af leikandi lipurð (en manni verður hu"sað, hverni" færi, ef rafstraum- urinn rofnaði: skella þá járnstykk- in á gólfið?). Ógurlegur ofn gleypir járnbitana, og eftir nokkra stund koma þeir út úr honum hvítglóandi, þióta af stað með stuttu millibili eftir rennibrautum inn í pressurnar, fara í gegnum hverja pressuna á annarri, verða stöðugt lengri og mjórri: glóandi slöngur í eltingaleik fram og aftur um verksmiðjuna. Standi maður á einhverri brúnni, þeear svona glóormur kemur æð- andi framhiá, fær maður ofbirtu í augun og finnur brennandi geisla- hitann. En brátt er órólegu flakki ormsins lokið, hann safnast til sinna líka í hinum enda verksmiðjunnar, dökknaður og storknaður, orðinn að járnbrautarteini. Voða ber að höndum. Tveir gló- andi járnormar hafa lent fast hvor á eftir öðrum inn í eina pressuna, kviknað saman á leiðinni í gegnum hana, og út úr henni kemur helm- ingi lengri teinn en venjulega. Hann rekst einhvers staðar í, kengbognar, rífur með sér járnbrú, verður eins og átta í loftinu, líkastur glóðar- þræði í gífurlega stórri ljósaperu. Nokkrir verkamannanna hrópa og pata með höndunum, einn þeirra þýtur af stað með logsuðutæki, greinilega í þeim tilgangi að brenna teininn í tvennt, en hrekkur undan logandi kvikindinu, sem mundi brenna af honum fæturna á svip- stundu, ef það kæmi við hann. í sömu andrá er straumurinn rofinn, allar vélarnar stöðvast, teinarnir storkna í pressunum. Við lítum rétt sem snöggvast inn í bræðsluskála og steypustöðvar, þar sem hávaðinn, hitinn, útgeislunin frá járni í deiglu, neistaregn úr pressum og sindur undan slaghömrum stað- festa fullkomlega hugmvndir manna um stóriðjuverin sem jarðnesk víti, leiksvið ofurmannlegs sköpunar- drama. Kínverjar sem járnhræðslumenn, stálsmiðir: sjálfum sér Hkir eins og ævinlega, þegar í stað búnir að semja sig að nýjum aðstæðum, alltaf jafn rólegir og liðugir. Bændur af kaolíangsléttunni utan við borgina, sem hafa kastað frá sér tréplógi og burðarslám og gerzt iðnaðarverka- menn, herrar járns og stáls. Koma til vinnu sinnar með augnhlífar, skyggnihúfur og grófgerða leður- hanzka, oftast keikir, með úlnliði eins og ungar stúlkur, veitist ótrú- lega létt að valda hinum nýju störf- um. Maður verður þess hvarvelna var, að hinir kviku og sveigjanlegu kín- verjar eru óbugandi þjóð, hert í meiri mannraunum en nokkur þjóð hefur ratað í á vorum dögum. Inni í borginni á ný: dagheimili fyrir börn, háreist sem höll. Starfs- fólkið hvítklætt eins og hjúkrunar- konur, margir með bindi fyrir munn- inum. Stuttur stigi með smáþrepum við hlið hinna, einnig rennibrautir Jiar sem börnin bruna sér. Viðbyggð- ur hljómskáli, þar sem börnin hafa fjölda einfaldra hljóðfæra til afnota, svo að þau geti byrjað í tæka tíð að semja smá iðnaðarsinfóníur! E])la- og perulré meðfram götun- um í þúsundatali. Verksmiðjur og ávaxtatré: löng trjágöng þar sem ávextir vaxa handa hverjum sem er. Nítjánda-febrúar-garðurinn, kennd- ur við frelsisdaginn : umbreytt órækt- arsvæði fyrir utan borgina. Tilbúið stöðuvatn með bátum og háum boga- brúm. Listsýningaskálar þar sem fólk bíður í röðum við inngöngu- dyrnar. Að baki rís hamraás með grónum brekkum: vöxnum trjám sem gróðursett voru rétt eftir lýð- frelsunina. Eintóm ávaxtatré. Opinberar heimildir veita dágóða yfirsýn yfir kínversku iðnvæðinguna. Fyrstu árin eftir byltinguna — frarr] til 1952 — eru talin undirbún- ingstími. Fyrsta fimm ára áætlunin hófst í ársbyrjun 1953, og á Jreim tveimur árum, sem liðin eru, segjast þeir hafa náð geysilegum árangri. Ráðgert var að byggja 114 stóriðju- ver, og þriðjungur þeirra er begar fullgerður, tekinn til statrfa. Heild- arframleiðslan er sögð fjórum sinn- um meiri en 1949 og vinnuafköst hvers verkamanns nærri helmingi meiri. Þjóðnýttum ríkisfyrirtækjum fjölgar örast, og þau framleiða nú rösk 70% alls iðnvarnings. Áætluð framleiðsla 1954 var 82 milljónir tonna af kolum, 3 milljónir tonna af járni, rúmlega 2 milljónir tonna af stáli. í sjálfu sér ekki sér- staklega háar tölur, en góð byrjun. Kína er enn í tölu hinna minni iðn- aðarvglda, En áherzlan lrvílir á enn. 6 LANDTJEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.