Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 9
BOGI GUÐMUNDSSON, viðskiptaírœðingur: KIEU\: HagsmunasamtSk reykvískra alþýðulieimila Hilbrigð viðleitni til að skapa sér efnalegt öryggi mun ílestum í blóð borin. Þjóðfélag eins og okkar er einkennandi fyrir skort á slíku ör- yggi fyrir allan þorra manna. Ótt- inn við atvinnuleysi og örbirgð er jafnvel talinn nauðsynlegur til að knýja einstaklingana lil sífellt auk- inna afkasta. Aðstaða kapítalista er því sterkari sem öryggisleysi vinn- andi stétla er meira. Þetta eru al- kunn og einföld sannindi. í ljósi þessara sanninda hefur al- þýðan 'byggt upp samtök sín mcð miklum átökum og fórnum til að bægja frá skorti og neyð og lil sókn- ar fyrir aukinni efnalegri velmegun. Því aðeins getur alþýða manna vænzt mikils árangurs í hagsmuna- baráttu sinni að hún hlúi að sam- tökum sínum og standi um þau trú- an vörð. Og hér eru samvinnufélög- in ekki undar.skilin. Tilgangurinn með starfi þeirra er eða 'á a. m. k. að vera sá að auka efnalegt öryggi hinna vinnandi stétta. Hér í Reykjavík starfar KRON að því markmiði að baHa hag allra fé- lagsmanna, meir en 5500 að tölu, með því að sjá þeim fyrir sem beztum vörum á sem vægustu verði. — Um það eru sjálfsagt skiptar skoðanir, hvort KRON hafi verið vel rekið á undanförnum árum, en um hitt verð- ur tæpast deilt, að félaginu þarf að vaxa svo fiskur um hrygg, að það verði öflugt hagsmunátæki reyk- vískra alþýðuheimila. Á undanförn- um árum hefur félagið veitt þeim margháltaðan stuðning, ef til vill Bogi Guðmundsson. hefur það verið mikilvægast, að fé- lagið hefur verið sívirkt verðlags- eftirlit, myndað eins konar varnar- garð gegn okurhneigð kaupmanna. Félagið hefur frá stofnun úthlutað til félagsmanna sinna meira en hálfri annarri milljón og veitt verkalýðn- um beinan stuðning í kjarabarátt- unni. Það er fyllsta ástæða fyrir alla góða verkalýðssinna að rifja það upp fyrir sér, að hvaða gagni félag- ið geti komið við að varðveita fengn- ar kjarabætur, ekki sízt núna þegar ríkisvaldið leggur sig í framkróka um að gera þær að engu. Enda þótt ástæður séu nú að ýmsu leyli erfiðar, er vissulega ástæða til að hefja öfluga sókn fyrir KRON. Það nægir ekki, að framkvæmda- stjórn félagsins taki viðfangsefnin föstum tökum og keppi að því að auka hagkvæmni í rekstrinum; það þarf líka að koma til aukinn áhugi félagsmanna fyrir málefnum þess og afkomu á hverjum tíma. Hér geta ungir sósíalistar lagt hönd að verki. Þeir þurfa að gerast meðlimir KRON og ötulir talsmenn þess meðal unga fólksins í bænum. Framtíð félagsins er komin undir því, hvaða hugmyndir það gerir sér um félagið, hvort það er fúst til að veita því stuðning. Ungir sósíalistar og aðrir samvinnumenn meðal æskunn- ar þurfa því að taka höndum saman og gera hlut félagsins sem mestan. BókabúS KBON, Bankastræti 2. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.