Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 10
,,l»ar er allt á uppleið...
Viðtal viS forseta Æ. F. nýkominn úr Kíncrför.
«„
Fimm manna æskulýðssendinefncl
íslenzk hefur verið á ferðalagi um
Kína undanfamar vikur í boði Sam-
bands, lýðræðissinnaðrar æsku, og er
formaður sendinefndarinnar, Böðvar
Pétursson, forseti Æskulýðsfylking-
arinnar, nýkominn heim úr förinni,
en aðrir nefndarmenn á leiðinni frá
Höfn með Gullfossi. Landneminn
hitti Böðvar að máli rétt áður en
ritið fór í prentun, og innti hanr.
lauslega frétta af ferðum þeirra
kumpána og tók af honum loforð
um ýtarlegri grein um Miðríkið mikla
síðar.
/ Peking.
— Við komum til Peking hinn
26. september, segir Böðvar, eftir
12 daga flugferð um Danmörk, Sví-
iþjóð, Finnland og Sovétríkin, en þar
af fór reyndar heil vika í bið í
Kaupmannahöfn eftir hentugri ferð
austur. Á flugstöðinni í Peking vai
okkur fagnað af fjölmenni kínversks
æskufólks. Meðan við dvöldum í
Peking bjuggum við á Friðarhótel-
inu, sem er vegleg nýtízku bygging
með öllum hugsanlegum þægindum,
og voru okkur fengnir þrír ensku-
mælandi túlkar til leiðsögu og fyrir-
greiðslu.
Við dvöldum í Peking til 7. októ-
ber og notuðum tímann rækilega til
að skoða hið markverðasta í borg-
inni, svo sem Gamla markaðinn,
Böðvar Pctursson.
Velrarhöllina, Keisarahöllina fornu,
sem nú hefur verið gerð að opin-
beru safni. Þar var sérstök sýning á
gjöfum, sem kínverjum hafa borizt
eftir lýðfrelsunina víðs vegar að úr
heiminum. Þar var m. a. skápur með
gjöfum frá Islandi, málverkabókum
Kjarvals, Ásgríms og Jóns Stefáns-
sonar, Hliði hins himneska friðar
eftir Jóhannes úr Kötlum o. fl. í
Peking skoðuðum við einnig sýningu
um náttúruauðævi Kína: var þai
lögð áherzla á hinar gífurlegu auð-
lindir landsins og þá stórkostlegu
möguleika, sem þær skapa þjóðinni.
Eins og við vitum hafa heimsvalda-
sinnar hamrað á því um áratugi og
aldir, að þjcSðin væri allt of fjöl-
mena til að geta lifað mannsæmandi
lífi í landi sínu. Þessari sýningu er
fyrst og fremst ætlað að hnekkja
þeirri lævíslegu firru. Hingað sækir
æskan trú á landið, sem hún byggir,
og framtíð 'þjóðarinnar.
Hjá Sjú En-læ.
Að kvöldi hins 29. september vor-
um við boðnir til veizlu hjá Sjú En-
læ ásamt sendinefndum rösklega 60
þjóða, og sátu veizluna um 2200
gestir. Þetta var matarveizla með
dýrlegum krásum. Sjú hélt þar stutta
ræðu. Að snæðingi loknum var stig-
inn dans.
— Gömlu eða nýju dansarnir?
— Nýju dansarnir.
— Djass?
— Nei.
Þjóðhátíð.
— Á þjóðhátíðardaginn 1. októ-
ber vorum við að sjálfsögðu við-
staddir hátíðahöldin. Þau hófust við
Hlið hins himneska friðar kl. 10 um
morguninn með skrúðgöngu, sem
stóð til klukkan tvö, eða í fjórar
klukkustundir. Alls mun yfir hálf
milljón manna — langflest ungt fólk
úr hinum ýmsu starfsgreinum —
hafa tekið þátt í göngunni, og var
það stórfengleg sjón. Kl. 4 var er-
lendum æskulýðsnefndum haldin
veizla í Pekinghótelinu, og stóð hún
í 5 klukkustundir. Ur veizlunni fór-
10 LANBNEMINN