Landneminn - 01.10.1955, Side 11

Landneminn - 01.10.1955, Side 11
um við niður á torg, þar sem verið var að dansa. Um 'kvöldið var einnig flugeldasýning svo mikilfengleg að furðu sætir. Daginn eftir vorum við viðstaddir setningu 1. íþróttamóts verkamanna í Kína. Var mjög til mótsins vandað og þátttakan geysileg. Flestir kepp- enda voru ungir menn og konur úr ýmsum starfsgreinum. — Hvernig voru árangrarnir? - Þeir voru ekki sérstaklega iniklir, í mörgum greinum minni en afrek sem unnin hafa verið hérlendis, enda virtist minni áherzla lögð á met en mikla þátttöku. En íþrótta- samtök alþýðu í Kina eru ung, og þar er allt á uppleið, svo að eflaust má vænta mikilla tíðinda þaðan eftir nokkur ár. — Rákust þið nokkurs staðar á kínamennina okkar sem voru hér á ferð í haust? — Já, seinasta kvöldið sem við vorum í Peking í fyrra skiptið hitt- um við þrjá þeirra nýkomna frá ís- landi, m. a. fararstjórann Lu. Þeir voru í sjöunda himni vfir íslands- ferðinni og voru eins og þeir ættu í okkur hvert bein. Á ferð um landið. Hinn 7. október fórum við með lest frá Peking ásamt tveimur af túlkunum okkar og komum daginn eftir til Nanking. Þar var tekið á móti okkur með mikilli viðhöfn. Næstu daga skoðuðum við ýmsa staði í nágrenni borgarinnar. Frá Nanking fórum við til Sjanghæ, og tóku fleiri hundruð manns á móti okkur á stöð'inni. Meðal annars sem við skoðuðum í Sjanghæ var úli- leikhús, sem tekur 15—17 þúsund manns. Þá skoðuðum við leirkofa- hverfi með stráþökum, og var enn húið í því. Það voru mjög léleg hí- hýli eða sams konar húsakynni og öll alþýða manna í Kína bjó við fyrir lýðfrelsunina, oftast aðeins eitt herhergi og einhver eldhúskrókur, upphækkaður pallur til að sofa á. Þaðan fórum við í nvtt hverfi' verka- * " mannabúslaða, og var það ólíku sam- an að jafna. Þó er langt frá því, að hin nýju íbúðarhús séu eins full- komin og hér þekkist bezt, því höfuð- áherzla er lögð á að losa sem flesta úr heilsuspillandi húsnæði á sem skemmstum tíma, þótt íburðurinn verði þá minni fyrst í stað. Frá Sjanghæ héldum við norður á bóginn fyrst til Wusin, síðan til Mukden í Mansjúríu og þaðan til Fuhsin. Þar skoðuðum við opna kolanámu, hina stærstu sinnar teg- undar í Kína. Þetta er mikil gjá (120 m. djúp og nærii 7 km. löng). Niður í námuna liggur flulninga- braut með fjórum sporum, þremur fyrir kolaflutningavagna, einu fyrir fólksflutningavagna. Þessar námur eru reknar með háþróaðri véltækni. Þá heimsóttum við elliheimili fyrir námuverkamenn. Gömlu mennirnir búa tveir og tveir sarnan á herbergi, og var mjög vistlegt hjá þeim. Þeir þurfa engan dvalarkostnað að greiða, en njóta 60% þeirra launa, sem þeir höfðu áður en þeir komu á heimilið. og geta varið þeim að vild sinni. Elliheimilið var ekki fullskipað, þvi fjölskylduböndin eru mjög traust í Kína, og flestir kjósa því heldur að dvelja á heimilum skyldmenna sinna í ellinni. sé þess kostur. Aftur í Peking. Hinn 21. október komum við aft- ur til Peking úr ferðalagi okkar um landsbyggðina. Þar tók Lu Shao — formaður æskulýðssendinefndarinn- ar sem hingað kom — á móti okkur. Þaiiu dag áttum við rúmlega tveggja stunda viðtal við Chen Yi . . . — Séní? — Já, Chen Yi marskálk, einn af varaforsætisráðherrum Kína. Um kvöldið vorum við kvaddir og leystir úl með gjöfum. Daginn eftir fórum við frá Peking flugleiðis sömu leið og við komum, segir Böðvar að’ lok- um. Hann hefur orð á því að ferða- lagið hafi verið erfitt, en afburða lærdómsríkt, og vér teljum því hyggi- legast að leyfa lionum að hvíla sig að sinni, svo að hann verði sem fyrst fær um að leyfa okkur að heyra meira. LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.