Landneminn - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Landneminn - 01.12.1955, Blaðsíða 4
ODRADEK Frásaga eftir Franz Kai k a út nesið, til að erlent stórveldi geti látið byggja sér flugvöll, en hann kvað eiga að vera staðsettur ekki langt þaðan, sem nýi vegurinn endar. Og nú má segja, að loksins sé ytri hluti Langanessins kominn nær al- gjörlega í auðn. Sá bóndinn, sem við mjög erfiðar aðstæður hefur þraukað þar einna lengst, brá búi í vor, — þrátt fyrir nýju vegalagn- inguna! og fór í hernaðarvinnu. Hann hefur skilið liinar breyttu kröf- ur tímans og þær aðstæður, sem þjóðfélagið býr þegnum sínum. Þó getur enginn sagt, að kyrrð liins „óbyggða lands“ hvíli nú yfir Langanesi. Á fjalli einu, Heiðarfjalli, eiga sér nú stað miklar framkvæmd- ir okkur til varnar gegn vondri þjóð í austri. Undan fjallinu stendur jörð nokk- ur. Á henni liefur undanfarin ár verið búið blómlegu búi. Hvernig skyldi ábúendum þess og nágranna- býlanna líka við návist hins banda- ríska heinámsliðs, þegar það sezt að á fjallinu, líka við skotæfingar þess og flugvéladyn? Skyldi þeim bún- ast eins vel í návist þess og áður, þegar Langanes hafði enn þá ekki verið svívirt? Bandaríkjamenn buðu hinum 4 (eða 5) eigendum lands þess, er þeir þurflu að nota undir herstöð sína, alls kr. 20.000 fyrir það á ári, kr. 20.000 fyrir að mega eyðileggja að mestu leyti skilyrði þeirra til að búa á jörðum sínum. Ábúendurnir vildu meira. Þá skarst ríkisstjórn íslands í leikinn og skipaði þeim að hætta jafn svívirðilegri frekju, að öðrum kosti tæki ríkið lönd þessi eignar- námi. Ábúendurnir létu að sjálfsögðu af þessari frekju. Margar jarðir á Langanesi hafa farið í eyði sakir samgönguskortsins. En hversu margar jarðir eiga þar eftir að fara í eyði sakir nálægðar hinnar bandarísku herstöðvar? Og rennur ef til vill sú stund upp, þegar Frh. á hls. 11. Sumir segja að oiðið Odradek sé slavneskt að uppruna og hafa reynt að skýra myndun þess á Jieim grund- velli. Aðrir álíta hins vegar að það sé af þýzkum stofni og hafi aðeins orðið fyrir slavneskum áhiifum. En vegna þess hve tilgáturnar eru ótraustar held ég heimilt sé að telja þær báðar rangar, því fremur sem hvorug þeirra gefur svar við hvað orðið merki. Auðvitað mundi enginn gefa þess- um bollaleggingum gaum, ef [>að væri ekki til raunverulegur hlutur, sem heitir Odradek. Hann er ájiekk- astur flötu stjörnulaga þráðarspjaldi og viiðist meira að segja vera vaf- inn garni. Jró að Jiað geti verið gaml- ir flæktir og samanhnýttir Jiráðar- spottar af ýmsum gerðum og litum. En þetta er ekki aðeins spjald, því upp úr miðju stjörnunnar stendur dálítill stautur og hornrétt á enda hans er þar að auki annar til. Með því að styðjast við hann öðrum meg- inn og eitt af hornum stjörnunnar hinum meginn getur grijmrinn stað- ið sem á tveimur fótum. Manni gæti flogið í hug, að þessi hlutur hefði einhvern tíma haft hag- nýtu hlutverki að gegna og verið öðru vísi í lögun, en brotnað hefði af honum. Þó virðist það ekki vera, að minnsta kosti sér þess engin merki: engin brotasár eða samskeyti, sem bendi í þá átt, hluturinn virðist al- gjörlega tilgangslaus, en fullkominn á sinn hátt. Annað og meira er ekki hægt um Odradek að segja, því hann er ákaflega óstöðugur og verð- ur ekki handsamaður. Hann dvelst til skiptis uppi á lofti, í stiganum, ganginum og forstofunni. Stundum sér maður hann ckki mán- uðum saman, þá er hann faiinn í önnur hús. En hann snýr alltaf heim lil okkar aftur. Það getur komið yfir mann, þegar maður kemur út úr dyr- unum og sér liann hvílast undir tröppuhandriðinu, að langa til að ávarpa hann. Auðvitað leggur mað- ur ekki fyrir hann Jiungar spurning- ar, maður talar við hann — vegna þess hve pasturslítill hann er — eins og barn. „Hvað heitir þú nú, kalli minn?“ s]iyr maður. ..Odradek“, seg- ir hann. ..Og hvar áttu heima?“ ..Heimilisfang óþekkt“, segir hann og hlær við, Jiess liáttar hlátri sem hægt er að hlæja án lungna. Hann er einna líkastur skrjáfi í hrundu laufi. Þar með er skemmtuninni venjulega lokið. Meira að segja fær maður ekki einu sinni þessi svör líkt því alltaf, oft er liann löngum stund- um þögull eins og tréð sem hann virðist gerður úr. Árangurslaust hef ég spurt, hvað verða muni um hann. Getur hann dá- ið? Allt sem deyr hefur áður haft einhvers konar tilgang, eilthvað fyrir stafni, og slitið sér út á því. Þannig er því ekki farið með Odradek. Skyldi hann ef til vill eiga eftir að skoppa niður stigann dragandi þráð- arspotta á eftir sér og þvælast fyrir fótum barna minna og barnabarna. Hann er greinilega engum til ama. Þó er mér nærri kviil að tilhugsun- inni um að hann verði til þegar ég er allur. 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.