Landneminn - 01.12.1955, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.12.1955, Blaðsíða 8
UNDIRALDAN í ÍSLENZKUM STJÓRNMÁLUM við að beita þeim vopnum, er bezt dugðu gegn dönskum ránsmönnum, fastheldni og drengskap, byggt á Iþeirri vissu, að við hefðum eitt sinn veiið sjálfstæðir og unnið verk, sem myndu lifa. Með sömu vopnum verðum við einnig að berjast gegn þeim valdhöf- um innlendum, sem leigt hafa land okkar, gegn þeirri yíirstétt, sem fer með rikisvaldið á íslandi í dag. Það voru fulltrúar þessarar yfirstéttar, sem gerðu Keflavíkursamning og klikktu út með að hleypa her inn í landið 1951. Það voru þeir hinir sömu fulltrúar, sem í dag telja sjálf- stæðismál okkar engrar athugunar þurfa við. Þeir hafa reynt að blekkja landsfólkið og hræða og tekizt það að nokkru. En það mun þeim ekki takast til lengdar. Fólkið er farið að átta sig á því, sem gerzt hefur. Óró- inn er farinn að grafa um sig innan þcirra eigin flokka. Með pólitík sinni hafa þeir afhjújiað sína raunveru- legu stefnu, með gjörðum sínum hljóta þeir að tapa virðingu og trausti almennings, hvað svo sem áróðurskvörn þeirra mylur. Barátta okkar í framtíðinni verð- ur að beinast að því að sameina í einn óbrotgjarnan stokk þau öfl, sem bægja vilja frá hættunni, sem okkur stafar af hersetunni. berjast vilja fyrir nýrri stefnu í sjálfstæðismálum íslcndinga. Ekki aðeins vegna okkar siálfra, heldur og vegna forfeðranna, alþýðunnar til sjávar og sveita og fyrir komandi kynslóðir, hljótum við og eigum að standa vörð um íslenzka menninr;ararfleifð og tungu, berjast fyrir endurheimtu pólitísku og efna- hagslegu sjálfstæði okkar. Það er hlutverk æskunnar, alþýðunnar og framsýnna menntamanna, hlutverk sósíalista á Islandi. Svo lengi sem 1. desember verður til að glöggva okkur og örva í sjálf- stæðisbaráttunni, er vert að hans sé minnzt, sem hér er til stofnað í kvöld. HRAFN SÆMUNDSSON: Á hla:kyrrum suiriarnóttum verða sjómenn stundum varir við breiða undiröldu, sem ha'rist af hcljarþunga undir hinu silfurslétta yfirborði sjávarins. Hún er knúin áfram, að því cr virðist, af ósýnilegum öflum. Erv sjómennirnir vita að hún er und- anfari storma, scm cru í aðsiai. Það gætir víðar undiröldu en í sjónum. í íslenzkum stjórnmálum ba:rist nú undiralda, sem hinn arð- rændi fjöldi hefur vakið. Upjrtök hennar eru ]rað afl scm býr í íslenzka verkalýðnum sameinuðum. En undiröldur stjórnmálanna geta verið svæfandi fyrir þá, sem vegna áhugaleysis síns á þróun þjóðfélags- ins kæra sig ekki um að fylgjast með þeim hræringum, sem eiga sér stað undir hinu lygna vfirborði hvers- dagsleikans. Þeirra manna, sem skynja aðeins að það er logn í dag og verður logn á morgun og láta sig engu skijilu, hvort það kemur storm- ur daginn þar á eftir. Vegna slíkrar afslöðu til hinna hversdagslegu vandamála liöfum við oft leikið lélega leiki í haráttu okk- ar. Þess vegna megum við alvarlega gæta að því að sofna ekki á vakt- inni nú. Sérstaklega á þetla við um æsku- lýðinn. Um það fólk, sem vegna ald- urs síns og eðlis getur ekki verið að- gerðarlaust, það fólk, sem þarfnast áþreifanlegra aðgerða. Þessu fólki hættir til að vanmeta undiröldur stjórnmálanna og lengja eftir storm- inum. Því hætlir til að bíða aðgerð- arlaust með hendur í skauti eftir því, að stormurinn komi. Slík afstaða unga fólksins er röng og hættuleg. En hún á sínar orsakir, er rekja má til þ css athurðar, er valdhafarnir leiddu útlenda herskara inn á Reykja- nesskagann. Þá tóku atvinnuvegir okkar þá liniafallssýki, scm síðan hefur stöðugt grafið um sig í fram- leiðslunni. Það voru margir á móti hernám- inu á sínum tíma. Flestir voru því andvígir af þjóðernislegum ástæðum. Þeir vildu að hið unga lýðveldi fengi að halda sjálfslæði sínu. Þeir vildu að þjóðin fengi að lifa í friði og sækja fram til betri lífskjara með frelsið og hina miklu nýsköpun og bókmenningu sem kjölfestu. Margir framsýnustu menn þjóðarinnar sáu fyrir, hverjar afleiðingar hernámið mundi hafa á framleiðsluna og áframhaldandi nýsköpun atvinnu- lífsins. Þessir menn vissu, að sjálf- stæði þjóðarinnar var ekki í veru- legri hættu fyrr en hinir erlendu höfðu stöðvað framþróun atvinnu- veganna og þá hjartsýni og djöifung, sem nýsköpunin hafði vakið í brjóst- um manna. Þeir sem kölluðu á „verndina^ vissu þelta einnig. Það voru fulltrú- ar auðmannanna, hinnar nýríku auð- stéttar, sem nú treysti ckki lengur á mátt sinn og megin, en stóð skjálf- andi af hræðslu frammi fyrir ný- sköpuninni, frelsinu og verkalýðnum. Og þeim tókst að koma áfoimum sínum að nokkru Ieyti í framkvæmd. Þeim tókst að hefta framleiðsluna um sinn. Það var hætt við að kaujia nýja togara, það var hælt við að Frh. á bls. 11. 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.