Unga Ísland - 01.02.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.02.1911, Blaðsíða 6
4 UNGA ÍSLAND »Eigum við að reyna að halda áfram? Það er hvort sem er ckki til neins?« spurði eg. Liðsforinginn séri sér við og horfði á mig. »Eruð þér hræddur, Englendfng ur? Þá liefðuð þér eigi átt að ganga í lið með oss, því við berjumst fyrir mikadó og fósturlandið.« — Hann hafði varla slept orðinu, er kúla sentist inn yfir þilfarið og þyrlaði upp tré og járni, eins og það væri fiður; hring- iun í kringum okkur lágu dauðir menn og særðir, sumir svo limlestir, að eg sem var þessháttar fremur óvanur, snéri mér undan með hryllingi; af allri skipshöfn- inni vóru aðeins fáeinir hásetar eftir; yfir- foringinn, og sá er næstur honum gekk, vóru háðir fallnir, svo nú vórum við forustulausir. »Eigum við samt sem áð- ur að halda áfraní?« sagði eg við liðs- foringjami«. »Þangaðtilviðsökkvum«,svar- aði hann,og í sama bili féllu tveir fallbyssu- mennirnir, og varð eg þá að reyna að fylla skarð þeirra. — Þá er alt í einu þrifið i handlegginn á liðsforingjanum, og grenj- að gegnum myrknð og hávaðann: Pabbi, pabbi! á eg að tika viðstjórninni? Stýri- maðurinn er fallinn!« Liðsforinginn snéri sér við alveg liissa á því, hver það gæti verið, sem kallaði hann pabba, því hann átti engan son á skipinu. Eg leit einnig við og sá lítinn grannvaxinn dreng á að giska 12 ára gamlan. En þegar liðsfor- inginn sá liann, varð hann alveg forviða: »Kataó! hvernig ert þú kominn hingað?« »Pabbi minii , svaraði drengurinn, fyrirgefðu mér, eg strauk að heiman ,og var léttadrengur á einu grjótskipinu; það sökk, og eg synti liingað — « hann dróg andann djúft og riðaði á fótunum, en teygði svo úr sér og iiélt áfram: af því, að þú varst hérna, pabbi; nú lileyp eg aftur að stýrishjólinu; vertu sæll, pabbi minn!« Og drengurinn hljóp aft- ur á skipið. Þetta var síðasta orðið, sem liann sagði við föður sinn, rétt á eftir fékk liðsforinginn kúlu í brjóstið og hneig niður. Eg laut niður að honum og heyrði liann hvísla: »Fósturland —------- fósturla — — — Kataó,« og hetjan var dáin. Eg gekk þegar í hans stað og varð nú þess var, að skipið snérist hægt við og brunaði nú beint inn eftir. Það leit út fyrir, að okkur ætlaði að hepnast fyrirtækið. Soly liðsforingi hafði komið fyrir fleirí sprengiduflum með aðstoð tveg&ía nianna, og grjótskipin lágu á inararbotni; nú var um að gera að kom- ast út aftur. En forlögin höfðu ætlað það öðruvísi. Alt í einu þeyttist sprengikúla gegnum skipið að framan, og það fór þegar að sökkva. Eg skaut af fallbyss- unni í síðasta sinn og þaut aftur á skip- ið til þess að reyna að bjarga Kataó litla; eg fann hann líka; hann stóðalvegróleg- ur og skipaði fyrír verkum. Eg þreif í liann til þess að fá hann með mér í ein- livern bátinn. En liann reif sig af mér. »Hérna á eg að vera!« sagði iiann. Svo ætlaði eg að taka liann með valdi, því mér þótti það svo sárt, að svona ungur og hugrakkur drengur skyldi deyja, úr því liægt var að bjarga honum; þá hneig liann alt í einu niðurr »Eg get ekki meira« — — pabbi minn, pabbi!« Eg ætlaði að grípa hann, en í því rétti hann sig upp og barði mig fyrir brjóstið með hnefanum: »Bjargaðu sjálfum þér— — eg — — fer«, og í sama bili steyptist sjórinn kolblár innyfir skipið; eg þreif til lians, en liann var horfinn, og í því sökk skipið. Eg drógst með niður í hringið- una, en synti og synti og komst loks upp á yfirborðið. Annað man eg ekki. Eg raknaði við aftur í mjúkri og góðri skipsrekkju á japanskri brynsnekkju, sem hafði bjargað bát, er sloppið liafði úr klóm Rússa. — — »Eg liefi verið í mörgum sjóorustum«, sagði herforinginn; »en aldrei gleymi eg litla japanska drengnum, sem strauk að heiman til þess að láta líf sitt fyrir fóstur- landið.« ') Skýringar: » Ljósfleygir« er áhald,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.