Unga Ísland - 01.03.1911, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.03.1911, Blaðsíða 3
UNQA ISLAND 11 mesta gleði. Úr skauti hennar var list hans rótum rnnnin, og var það því alvara, er hann eittsinn á fullorð- insaldrisvaraði Danakonungi,að norsku fjöllin hefðu kent sér list sína. Átta ára gamall fór hann með föð- ur sínum inn í fjörðu og kom að Lýsuklaustri, og náttúrufegurðin þar gagntók hann algerlega. Fjöll blikuðu og blánuðu langt í burtu, Harðang- ursjöklarnir lýstu og leiftruðu í sól- skininuj og fjörðurinn lá lognsléttur og spegilfagur með eyjafjöldann í fang- inu. Fosshvítar ár runnu, og smálæk- ir suðuðu milli runna og steina. Sum- arlífið þaut og niðaði í öllum dain- um. Hvert orð, sem talað var, berg- málaði frá klettum og hömrum. Það lifði alt í kringum hann. Faðir hans átti óðalsgarð, er Val- strönd nefndist á Austureyju inni í fjörðum. Og þar var heldur en ekki skemtilegt fyrir Óla og bræður hans á sumrin. Þeir klifu hamra og syntu í sjó og sigldu á firðinum. Lifðu skógarmannalífi og vildu helst liggja úti nætur og daga. Öll náttúran söng. og hljómaði í eyrum Óla litla, og svo varð hann að hafa það eftir á fiðluna sína. Tækist honum það ekki, fleygði hann fiðlunni og var hryggur í marga daga. En svo var hann vís með að fara á fætur um miðnætti í skyrtunni einni, setjast við opinn gluggann og spila og spila og breyta laginu hvað eftir annað. Ole Bull var snemma fríður á velli. Hár og beinvaxinn og tígulegur í allri framgöngu, sterkur og hraustur þótt ungur væri. Hann var. þegar í . bernsku blíðlyndur og ráðríkur, geðgóður og einþykkur, dutlungasamur og staðfast- ur, stórlyndur og stiltur, metnaðargjarn og blátt áfram, og það var hann alla æfi. Bernskuárin lýsa best manninum, se n grafa hana í signetið sitt og orðin Bellum vita ■— vita bellum (stríð- ið er — lífið er stríð). Ánægði drengurinn. (Ðönsk saga.) í útjaðri Kaupmannahafnarborgar vóru einusinni æfagamlir torfgarðar. Það vóru leifar af gamalli víggirðingu borgarinnar. Nú eru þeir fyrir löngu úr sögunni. Þar sem nú eru langar, rykugar götur, var fyrmeir fagurgrænn torfgarðurinn,'hár og breiður eins og lítill fjallgarður með af- líðandi brekku að innanverðu. Altaf var fagurt og friðsælt á garðinum, bæði á vorin, þegar smádrengirnir tíndu fjólur í garðbrekkunni og seldu þeim, sem fram- hjá gengu og glöddust við þessa litlu vor-kveðju, og eins á sumrin, þegar for- sælan var dökk og svöl undir gömlu trjánum á garðinum, sem stóðu í þéttum röðum, og svo á haustin í hreinviðri, þegar maður gat séð langt út yfir land og haf af garðinuni, og þá eigi síst á vetrum, er snjórinn á garðinum var hvít- ur og bjartur, löngu eftir að hann var orðinn að svartri for niðri á götunum. — Þessvegna gengu líka borgarbúar á garð- inum sé til skemtunar vetur, sumar, vor og haust. Innanvert við garðinn voru línu- og kaðla-spunabrautir, og þar gengu línu- spunamennirnir aftur á bak nieð feikimik- inn hamp-Iopa uin mittið óg spunnu segl- garnið fram á milli fingranna, meðan stóra hjólinu við hinn brautarendann var snú- ið í sífellu til þess að tvinna gárnið. Fyrir mörgum, mörgum árum varlínu- spunamaður einn að vinnu sinni á hverj- um degi innanvert við garðinn, og dreng- urinn, sem sneri hjólinu fyrir hann, hét Hans. Þeir komu í být’ð á morgnana, áður en fólk var komið á fætur, byrjuðu þegar á vinnu sinni og héldu .áfram af kappi þangað til kl. 7 á kvöldin. Línu- spunamaður þessi var talinn framúrskar-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.