Unga Ísland - 01.04.1911, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.04.1911, Blaðsíða 2
18 UNGA ÍSLAND Að rettlœtið sigri, og sefist stríð, og sameini friðiirinn tvístraðan lýð, — að megi þvi orkað fá móðurhönd þín, að mannúð og kœrleikur njóti sín! Að hver reyni’ að skilja’ og hugsa rétt og hafi sér göfugt takmark sett. — Þá birtir í lofti, og loksins við í landinu fáum sumarfrið. Hvert nýfœtt, sumar nýjar vonir ber með nýjum orku-vaka’ í skauti sér, sem benda okkur út á nýja vegi og eru fagrar, jafnvel þótt þœr deyi. Og Guði’ sé lof hve lífseig vonin er, sem Ijóssins geislasveig urn höfuð ber og bendir fram í bjarma tignar sinnar á bjarta framtíð lands og þjóðarinnar! Hún lifir, lifir, þrátt fyrir alt og alt, og afhroð vetrar bætir þúsundfalt. Hve oft í blindni’ er höggvið henni náið\ En hún stenst allt: hún getur ekki dáið! Tökum strengleik í hönd, stígum hringdansinn létt, sumri heilsum á engjum og túnum! Undir regnbogans rönd hefur röðultjöld sett móðir rósanna’ á fjallanna brúnum, Himinn, lögur og láð, alt er Ijósgliti fáð, stafað leiftrandi hamingju-rúnum! f|uðm. f^uðmundsson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.