Unga Ísland - 01.05.1911, Page 1

Unga Ísland - 01.05.1911, Page 1
ls^,v MYNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OO UNGLINGUM & -------Ssssg----- ÚTGEFANDl: HELGl VALTÝSSON 4. blað. Maí 1911. VII. árg. dvcrskur drengur. Ánægði drengurinn. (Dönsk saga.) Lesið um Indland í landafræðinni, og umöllhin löndin,svo þið lærið að þekkja heiminn í kring um ykkur. Það er nyt- samur og skemtilegur fróðleikur, sem allir eiga að nema. Á Indlandi býr alt að '/5 hluti allra jarð- búa. Þar er fjölskrúðugt jurta- og dýralíf. Ljón eru sjaldgæf, en tígris- dýr því nær í hverju strái og mannskæð mjög, panþer-tígrar, fílar, nashyrningar, krókódílar, eiturslöng- ur o. m. fl. Þar eru hæstu fjöll í heimi, og þar er einna mestur hiti á allri jörðinni. Þar á litli dreng- urinn sá arna heima. Hann stendur undir pálmaviðar-blaði og horfir hvatskeytlega í kring um sig. Bún- ingurinn er, eins og þið sjáið; meira þarf eigi þar. ------- Niðurl. Hans og gamli maðurinn höfðu bolla- lagt heilmargt þenna dag; »því nú er eg í ágætu skapi«,sagði gamli maðurinn. Þeir höfðu komiðsérsam- an um það, að dag- 'nn eftir skyldi Hans fara í nýju fötin, og svo ætlaði gamli mað- urinn að fara með hann í búð og kaupa leikfang handa hon- um. Og Ieikfang úr búð hafði Hans aldrei átt áður. Þeir áttu að aka þangað í vagni, »því eg yrði vístheilt misseri að komast þangað gangandi«, hafði gamli maður- inn sagt. Þá er Hans kom daginn eftir, sat gamli niaðurinn ósköp ró- legur við gluggann í gamla sloppnum sín- um og sagði: »Heyrðu nú, Hans litli línuspunamaður, eg lofaði þér reyndar í gær að aka með þér út í bæ og kaupa þetta leikfang handa þér, en getum við annars ekki beðið með þetta þangað til að ári?«

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.