Unga Ísland - 01.05.1911, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.05.1911, Blaðsíða 4
28 UNGA ÍSLAND alla þá, sem ófrægðu Lóu, að reyna að hafa hana með sér til smalaferða, nei, það þýddi nú ekkert að reyna það, hún ar.saði bara ekki. En þegar húsbóndi eða vinnukonan, — áður nefnda — fóru eitthvað til kinda, þá þurfti ekki að kalla á Lóu, hún labbaði þegjandi á eftir þeim, — án þess að kallað værí á hana, — með mesta ánægjusvip og dillaði róunni í sífellu. Svona launaði hún þeim vinahót þeirra, með vinfengi. Hún átti ekki annað til. H. Hannesson. (14 ára.) (Æfintýri.) Einu sinni var kóngur og drotning í ríki sínu, þau áttu eina dóttur, sem þau unnu eins og augunum í sér. Hún hét Sólbjört. Þegar hún var 18 ára gömul, hvarf hún og fanst ekki, þó hennar væri leitað. Kongurinn sendi menn sína að Ieita að henni, en það kom fyrir ekki, hún fanst hvergi, og konungshjónin vóru utan við sig af sorg. Kongurinn hét nú hverjum þeim, sem færði sér aftur dóttur sína ríkulegum launum og kongsríkinu eftir sinn dag. Skamt þaðan sem kongurinn hafði að- setur sitt, var kot lítið; þar bjuggu göm- ul hjón og fátæk, þau áttu einn son, sem hét Glói. Hann kom að máli við föður sinn og mælti: »Eg hefi heyrt, að Sólbjört kongsdóttir hafi horfið skyndi- lega, og kongurinn hefir heitið stórum laun- um og kóngsríkinu eftir sinn dag, þeim sem færði honum hana aftur, og vil eg nú freista gæfunnar og Ieita að kongs- dótturinni, ef þú faðir vilt leyfa það. «Þá mælti karlinn: »Já! víst vil eg leyfa þér það, sonur minn.« Nú býr Glói sig á stað með nesti og nýja skó; kveður foreldra sína og leggur á stað. Hann gengur nú lengi og lá úti um margar nætur. Einn dag kom hann á skóglendi, og sér hann þá, hvar flug- dreki stór flýgur; hann var með barn í klónum, sem veinaði mjög. GIói tók boga, sem hann hafði með sér, og skaut á flugdrekann, og féll hann dauður niður. GIói tók nú barnið í fang sér, var það mjög meitt og rifið; þegar Glói hafði gengið skamma stund, sér hann dverg, sem grét mjög. Glói geng- ur að honum og spyr, því hann gráti. Dvergurinn mælti: »Egátti 3 ára gamalt barn, sem mér þótti mjög vænt um; í morgun var það úti að leika sér, en eg var að veiða dýr í skóginum; lieyrði eg þá vein mikið, og litlu síðar sá eg flugdreka stóran fljúga; hafði hann tekið barnið, en eg gat ekki að gert og fór að gráta.« GIói sýndi honum barnið og mælti: »Þetta mun vera barnið þitt, og tak þú nú við því.« Dvergurinn tók við barn- inu og spurði Glóa, hvar tnnn hefði fund- ið það. Glói sagði seni var. Dvergur- þakkaði Glóa með mörgum fögrum orð- um Iífgjöf barnsins og bauð honum heim til sín. Glói fylgdist með honum, og komu þeir að litlu steinhúsi; dvergurinn bauð Glóa inn í það, og þáði hann það; dvergurinn bar honum mat og drykk, Glói mælti: »þú munt vera fróður um marga hluti sem fleiri dvergar.« Dverg ur mælti: »í ungdæmi mínu var það sagt, að eg vissi jafn langt nefi mínu.« Glói mælti: »Það vildi eg, að þú gætir sagt mér, hvar Sólbjört kóngsdóttir er niður komin.« Dvergur mælti: »til mun eg geta vísað, og mun eg fá þér hnoða, sem rennur á undan þér, þar til þú finnur hana; en hún er hjá tröllkarli sem vill fá hana til að þýðast sig, en hún mun fyr láta lífið en þýðast hann. En ekki mun þér ganga vel að vinna hann, því hann bíta engin vopn, nema sax eitt, seni hann á sjálfur og ber ávalt á sér. Er það ráð mitt, að þú dveljir hér í 2 daga, en eg

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.