Unga Ísland - 01.05.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.05.1911, Blaðsíða 6
30 UNGA ÍSLAND hann lét sækja dverginn í skóginum og gerði hann að ráðgjafa sínum. Lýkur svo þessari sögu. Kristján Haraldur Össursson, (13 ára) Svansvík, Vatnsfjarðarsveit ísafjarðarsýslu. Jenn koma fuglar — — Senn koma farfuglar handan um haf frá heitum, sólbjörtum löndum knúðir af þrá, sem Guð þeim gaf. — í glóðheitu fuglsbrjósti aldrei hún svaf. — Veglausan geiminn á vængjum þönd- um vegmóðir fljúga þeir daga og nætur, — hríð fyrir stafni, helja við fætur, hvítt er og kalt á Islandsströndum. — Fyr landi er náð, er oft loftfarinn dá- inn, — lífið kostaði — þráin! Sú þrá, sem dregur fleygan fugl að fósturjarðar köldu strönd, er einnig lögð í okkar barm sern æðsta gjöf frá Drottins hönd. — Og okkur börnum íss og báls er ást til landsins vöggugjöf, — hún leggur okkur hlekk um háls og herðir að, en glöð og frjáls þann fjötur berum fram að gröf! Sumardaginn fyrsta 1911. Hjá lœkninum. (Sjá myndina.) Anna litla ersvosorgmædd útaf brúð- unni, sem hún mamma hennargaf henni í jólagjöf í fyrravetur. Brúðan hlýtur að vera lasin. Hún er ekkert farin að ganga enn, getur að eins staðið upp við, og hefir enga tönn fengið, þó hún sé komin þetta á annað árið. Svo fer hún með hana til læknisins — en það er hann Siggi bróðii hennar. — Hann er hálærð- ur maður með gleraugu, og læknir góð- ur. Enda hefir hann ráð undir hverju rifi, og hvað verða þau þá mörg? — »Það er ráð við öllu nema ráðaleysi*, segir Siggi Iæknir. Jósé María. (Spönsk saga.) Á Spáni er mesti urmull af ræningjum eins og víðar á Suðurlöndum. En eng- inn ræningjaforingi á Spáni hefir þó orðið eins frægur og Jósé María. Alþýðan ótt- aðist hann og unni honum í senn. Hérna kemur ofurlítil saga, sem lýsir vel göfug- lyndi hans. — Nálægt borginni Sevilla var setið að brúðkaupsveislu á sveitabæ einum. Ný- giftu hjónin höfðu tekið við har ingju- óskum vina sinna og vandamanna, og átti nú að ganga til borðs undir eikitré einu miklu rétt fyrir utan núsdyrnar. Alt í einu kom maður ríðandi út úr skógin- um örstutt frá húsinn. Hann stökk af baki, heilsaði veislugestunum og leiddi hest sinn í hús. Menn áttu á engum von. En á Spáni er sá þjóðsiður, að hver sá, sem að garði ber, er velkominn í veislur allar og samsæti. Gestur þessi virtist auk þess "era meiri háttar maður og var skrautklæddur mjög. Brúðguminn bauð honum þegar til miðdegisverðar. Menn stungu saman nefjum og spurðu hver annan í hljóði, hvaða maður þetta mundi vera, en sýslumaðurinn frá Sevilla, sem var þar í veislunni og sat við hlið brúðarinnar, varð alt í einu nábleikur og og ætlaði að rísa á fætur, en fæturnir kiknuðu undir honum. Einn gestanna hvíslaði þá að brúðurinni: »Þetta erjósé María, eg er viss um, að hann hefir ilt í hyggju. Hann situr eflaust um sýslu- manninn. Hvað eigum við að gera.« »Láta hann flýja«? »Alveg ómögulegt,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.