Unga Ísland - 01.05.1911, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.05.1911, Blaðsíða 7
UNQA ÍSLAND 31 Jósé María yröi ekki lengi að ná honum.« »Hefta för ræningjans«? »Félagar hans eru efalaust á næstu grösum. Og svo hefir hann skammbyssur í belti sér og rýting sinn, sem hann skilur aldrei við sig.« »En hvað hafiö þér þá gert hon- um, sýslumaður góöur?* »Æ, ekki neitt, alls ekkert.* — Þó vóru. sumir gestanna að pískra um það, að sýslumaðurinn hefði fyrir skömmu boðið ráðsmanni sínum að blanda eitri í vínið, ef Jósé María bæri þar þar nokkurn tíma að garði og bæði um að drekka. Meðan að hljóðskraf þetta fór fram, kom brúðguminn með gestinn við hönd sér. Það lék enginu vafi á því, að þetta var Jósé María. Hann leit hvast á sýslu- manninn, sem skalf eins og espilauf. Svo heilsaði hann brúðurinni mjög hæversk- lega og bað leyfis að fá að dansa í brúð- kaupi hennar. Hún varð vel við og forð- aöist að láta nokkura óánægju á sér sjá. Jósé Maria tók þegar stól og settist við borðið milli brúðurinnar og sýslumanns- ins, sem lá við óviti af hræðslu. Svo var farið að borða. Jósé María var kurteisin sjálf við brúðurina. Þegar kom að eftirmatnum, greip brúðurin vín- glas, dreypti aðeins á því og rétti svo ræningjanum. Það er nefnilega kurteisis- venja á Spáni, er maður vill heiðra ein- hvern sérstaklega undir borðum. Spán- verjar kalla það » ««« fineza«. Jósé María tók við glasinu með þökk- um og lofaði að gera alt það, sem brúð- urin kynni að biðja um. Þá laut hún hrædd og titrandi að borð- gesti sínum og sagði: »Viljið þér gera mér greiða?* »Þó þúsund væri!« kall- aði Jósé María upp yfir sig. Þá sárbæni eg yður um að gleyma ásetningi þeim, ef vondur hefir verið, sem þér komuð í hingað. Lotið þér mér því að fyrirgefa óvinum yðar mfn vegna og valda engum óeirðum eða illindum í brúð- kaupi mínu?« »Herra sýslumaður,* sagði ræninginn hátt og snjalt og sneri sér að honum. »Þér getið þakkað brúðurinni. Ef hún hefði eigi beðið fyrir yður, þá hefði eg ráðið yður bana í kvöld. Nú þurfið þér ekkert að óttast, eg skal ekkert mein gera yður.« Og í því hann helti víni í glas, sagði hann hálf-lymskulega og brosti við: »Drekkið skál mína, herra sýslumaður. vínið er ekki eitrað!« Aumingja sýslu- maðurinn ummyndaðist allur í framan, eins og hann væri að gleypa títuprjóna. »Nú skulum við vera glöð,« hrópaði ræninginn. »Lengi lifi brúðurin!« Hann reis snögt á fætur, sótti gítar og mælti af munni fram brúðkaupsljóð og spilaði undir. Undir borðum og í dansinum eftir á var ræninginn svo kurteis og stimamjúkur, að kvennfólkinu vöknaði um augu, er það hugsaði til þess, að þetta elskulega snyrtimenni yrði ef til vill hengdur ein- hvern góðan veðurdag. Hann söng og dansaði og Iék á als oddi. — Um mið- næturleyti kom tötralega klædd flökku- telpa á að giska 12 ára gömul. Hún læddist að Jósé María og hvíslaði ein- hverju að honum, og var auðséð, að hon- um brá mjög. Hann hljóp til hesthúss- ins og kom aftur að vörmu spori með gæðing sinn. Svo gekk hann til brúð- urinnar með hestinn í taumi og mælti: »Verið þér sælar, eg mun aldrei gleyma stund þessari, sem eg var með yður. Það er sælasta stundin, sem eg hefi lifað nú i mörg ár. Veitið mér þá ánægju að þiggja þetta lítilræði af fátækum ræfli, sem gjarna hefði viljað gefa yður heila gull- námu.« Og hann rétti henni fagurt fing- urgull. »Jósé María,« sagði brúðurin, »á með- an nokkur brauðbiti er til hérna í hús- inu, skal helmingurinn vera frjáls eign yðar!« Ræninginn kvaddi alla gestina nieð handabandi, sýslumanninum Iíka, og kysti konurnar á ennið, Svo stökk hann á bak og hvarf til fjalla. Þá fórsýslu-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.