Unga Ísland - 15.05.1911, Qupperneq 1

Unga Ísland - 15.05.1911, Qupperneq 1
*<>* '*l, MYNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM --:----SSSSS----- ÚTGEFANDl: HELGl VALTÝSSON 5. blað. Maí 1911. VII. árg. OLE I5U!,L. II. Æskuárin, 1828—33. Átján ára gamall fór Ole Bull til Kristjaníu og ætlaði að verða stúdent. En það varð hann aldrei. Hann hirti •ítið um bækurnar, spilaði daga og nætur hjá vinum og kunningjum sínum og féll svo í gegn í latneskum stíl. Og þegar Ole barmaði sér fyrir einum háskólakenn- aranum, sagði kennarinn við liann, að svo inundi best farið, er farið hefði, — hann dygði hvort sem er ekki til að vera prestur eða annar embættismaður. En hann ætti að verða fiðluleikari og ekkert annað. — — Ole Bull spilaði svo um hríð í Kristí- aníu bæði við leikhúsið og í hljómleika- félaginu. Hann var mikill vinur Werge- lands, og stóðu þeir fremstir í fylking þeirra æskumanna, er þá höfðu risið gegn erlendu oki (dönsku) í allri menning og börðust með hnúum og hnefum fyrir öllu, sem norskt var — ram-norskt meira að segja. Enda réði þá danskur hugsunar- háttur, danskir siðir og dönsk tunga lög- um og lofuni í Noregi. — En þá vakn- aði þjóðernishreyfingin mikla, sem lyft hefir Noregi til vegs og virðingar á ný, og gert hann að lokum að frjálsu og sjálfstæðu ríki. — Wergeland, Ole Ball o. m. fl. ungir Norðmenn vóru Noregi það, er Jónas og »Ejölnis« mennirnir vóru oss íslendingum. — Þá var vor i Noregi. Ættjarðarástin brann björt og heití brjóst- utn ungra ofnrhuga; hún söng þúsund röddum, svo hljómurinn barst um alt Iand. En einhver fegursta röddin í vorhljóm þessum var Ole Bnll og fiðlan hans. — Lengi undi hann þó ekki í Kristíaníu. Hann þráði að koma út í heiminn og reyna kraftana. Fyrst fór liann til Þýska- lands, en gat eigi felt sig við aðferð þá, er hljómleikameistarinn Louis Spohr, nafn- kunnur fiðluleikari, — hafði. Og svo hvarf Ole heim aftur. Spihði hann þá víðsvegar í Noregi, en þráði aJt af að koma til Parísar og kynnast hinum heims- frægu hljómleikameisturum þar við hljórn- leikahöllina miklu. Fá að spila þar, — eða að minsta kosti, fá að vera með hinum hljómleikamönnunum. Þetta var fegursti draumur hans, er hann sat ein- samall í þungu skapi með hönd undir kinn, og eins er hann var að glaumi og gleði með vinum sínum. Haustið 1831 kom hann loksins til Parísaborgar, en varð þar brátt fyrir mörgum og miklum vonbrigðnm. Með- mælabréf frá Jielstu mönnum í Noregi vóru einkis virði þar syðra. Og enginn kærði sig um að hlusta á fiðluna hans. Norska fiðluleikaranum var hvívetna vísað á bug. Meistararnir þar syðra vildu ekki vera kennarar hans, og í hljómleikahöllinni var ekkert rúm laust handa honum. Að lok-

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.