Unga Ísland - 15.05.1911, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 15.05.1911, Blaðsíða 2
34 UNGA ÍSLAND um gafst honum þó kostur á því að fá að spila við lítið hljómleikahús í París, en sönglög þau, sem þar vóru lögð fyrir hann, þótti honum svo auðveld, að hann spurði í gáska, hvort hann ætti að spila þau réttsælis eða rangsælis, — og svo var honum einnig vísað burt þaðan. Margt og mikið varð hann að reyna þar syðra. Peningar hans vóru að þrotum komnir. Og svo var bæði afgarginum og einnig fiðlunni hans stolið frá honum. Kólera geisaði í borginni, og varð Ole að flýja undan henni hvað eftir annað. Loksins varð hann fárveikur af vökum og skorti, og hefðu dagar hans að lík- indum verið taldir, ef brjóstgóð ekkja ein hefði eigi skotið skjólshúsi yfir hann og annast hann eins og móðir. Er hann fór að ranka við sér aftur eftir sjúkdóminn, taldi ekkjan kjark í hann, og sonardóttir hennar, ung stúlka Alexandrine Felicite að nafni, var honum sent syslir. Dálítinn fjárstyrk fékk hann þó að heiman bæði frá föður sínum og ýmsuin góðum vinuin, svo nú fór að sjást til sólar á ný. — En mörgu því, er hann varð að þola þenna vetur, gleymdi hann aldrei alía æfi. Um þessar mundir spilaði og söng nafnfrægt ítalskt hljómleikafélag í Parísa- borg. Sönghöllin var troðfull á hverju kvöldi. — Hátt uppi undir efstu loft- svölum sat ungur maður, hár vexti og bleikur mjög, í einu ódýrustu sætanna. Blóðið þaut fyrir eyrum hans, og augun leiftruðu. Hann teygaði í sig tónana og var gagntekinn af Iistaheimi þeim, sent lifði og bærðist á leiksviðinu á hverju kvöldi. Nafnfrægir söngmenn og söng- konur sungu lög eftir heimsfræg tónskáld, og svo spiluðu undir ítalskir hljómleika- menn, og var hver þeirra snillingur í sinni grein. — Ole Bull sagði svo frá sjálfur síðan: »Það lá við, að eg gengi af vitinu, og eg var dauðhræddur um, að eg mundi fá krampa eða slag.« Loksins fékk hann líka að heyra Paga- nini, og það var enginn, sem Ole Bull hafði þráð eins að heyra. Hann var nafnkunnur um alla Norðurálfu, og Ole hafði oft heyrt hans getið heima í Björgvin. »Enginn getur skilið Pagnini til hlítar nema sá, er þekkir og kann að meta gildi lagsins — og þá list að gæða það lífi og lit. Ef maður þekkir ekki ítalska sönglist, er alveg ómögulegt að átta sig á spili hans«, sagði Ole Bull i elli sinni. Um þessar mundir bar ítölsk hljórn- list af öllum öðrum í Norðurálfu. Og Paganini lét fiðluna sína syngja svo, að söngmennirnir sjálfir urðu enn þá meir hissa en áheyrendurnir. Svo hélt Ole Bull til Ítalíu. Hann hafði meðmæli til inerkra manr.a þar, og var tekið vel á móti honum. Mönnum gast vel að spili hans. En í blaði einu var skrifað um hann: »01e Bull hefir eigi fandið sjálfan sig cnn.« — Og Ole fann til þess sjálfur, að þetta var satt. Stundaði hann nú nám sitt af kappi um hríð hjá góðum og duglegum hljóm- leikakennurum. Fiðlan átti — alveg eins og sönglistin — að bera fram aðal þætti tilfinningalífsins. Lagið sjálft hlaut að verða aðalatriðið í fiðluspilir.u, og spil- ið sjálft átti að veita því líf og lit, ljós og skugga. Hann fór því að rannsaka, hvernig gömlu fiðlurnar frægu væru smíð- aðar. Hann smíðaði sér fiðluboga sjálf- ur, langan og þungan, svo tónarnir titr- uðu, styrknuðu og mjúknuðu eftir því, hvort höndin þyngdi bogann á strengj- unum eða lyfti lionum. — Á þennan hátt fékk Ole þvílíkt feikna vald yfir fiðl- unni, að jafnvel allra fingervustu tón- brigði hlutu að koma í Ijós, en samt sem áður var hann óánægður með spil si!t. Hann náði ekki öllu því, er hann vildi bera fram í spili sínu. Hann braut heil- ann um þetta, fram og aftur, spilaði og keptist við, en ekkert dugði. í bréfi ti! vinar síns hefir Ole Bull sagt frá vitrau einni, er hann hafði um þessar mundir. Hann átti við einhverja

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.