Unga Ísland - 15.05.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 15.05.1911, Blaðsíða 6
38 UNGA ÍSLAND skrifa mér?« sagði Mangi, um leið og hann tók við bréfinu og braut það upp. Það hljóðaði svo: Tungu 8. febrúar 19 . . Mangi minn! Við Friðrik á Stað ætlum að halda skíðamót hér á sunnudaginn kemur, og niega taka þátt í því allir drengir inn- an við fermingu. Sá sem bestur verð- ur fær að verðlaunum íslenskt þjóðerni, eftir jón Jónsson. Þú kemur, ef þú getur. Þinn Jón Vigfússon. »Líttu á mamma, n á eg fara suðureftir á sunnudaginn?« sagði Mangi, um leið og hann rétti mömmu sinni bréfið til athugunar. »Ojú. Því ætli maður fari að meina það,« sagði mamma hans, þegar hún hafði lesið bréfið. »En eg held, að þú vinnir engin verðlaun þar.« »Eg geri það, sem eg get« svaraði Mangi. »En hvað eg vildi segja. Hvað ætli eg eigi að gefa hrútunum?* »Þú átt að plokka það laglega norðan af stabbanum. Þú skalt gefa þeim nóg, svo þeir verði ekki svangir, þegar pabbi kemur,« svaraði mamma hans. Mangi fór út. Sigurgeir í Keldu, faðir Manga, var fá- tækastur allra bænda í Bakkasveit, og hafði því ekki efni til að kosta Manga, sem var einberni, á skóla. Þó hafði Mangi feng- ið fremur góða mentun, eftir því sem gerist hjá alþýðumönnum, og hafði hann mest aflað sér hennar sjálfur af ýmsum bókum, því hann var greindur vel. Þenna umgetna dag var Sigurgeir í kaupstað, og hafði hann farið daginn áður, en var von á honum þennan dag. Mangi gerði því útiverkin á meðan. Það var komið fram á hádegi á sunnu- daginn. Drengirnir úr Bakkasveit vóru að- smátínast heim að Tungu t'l þess að taka þátt í skíðamótinu. Sveitakennarinn hafði verið fenginn til þess að dæma um skíðahlaupið, og var hann ókominn enn. Þeir Friðrik á Stað og Jón í Tungu stóðu fram á varpanum, og tóku á móti gestunum. »Þarna kemur þá Mangi í Keldu, Nú þykir mér flestir seppar ætli að keppa«, sagði Friðrik, og brosti hæðnislega. »Ætli hann sje ekki eins fær um það og við hinir«, sagði Jón, og var auðséð að honum líkaði miður bituiyrði Friðriks. »Komið þið nú sælir!« sagði Mangi þegar hann kom í hlaðið. »Komdu sæll! Þú ætlar þá að keppa um verðlaunin. Það verður víst til mikils!!!« svaraði Friðrik hæðnislega. »Findu mig snöggvast afsíðis Friðrik«, sagði Jón, og gekk út fyrir bæjarhornið, og Friðrik á eftir. »Eg ætla að biðja þig að stríða ekki Manga greyinu, hann hefir ekkert gert þér«, sagði Jón. »Einlægt heldur þú taum þessara ræfla. Eg held mér sé ekki of gott að velgja strákskömminni«, svaraði Friðrik og gekk snúðugf burt. Þegar kennarinn kom, þustu drengirnir af stað upp í brekkurnar, þar sem mótið átti að fara fram. Síðan sagði kennarinn upp leikreglur, og svo var byrjað. »Eg skal hafa verðlaunin« sagði Friðrik við nokkra lagsbræður sína, skömmu eftir að byrjað var. »Betur gæti eg trúað, að Mangi í Keldu hlyti þau,« sagði Jón og gekk frá. Loks kom röðin að Friðrik. Hann fór nokkru ofar í brekkuna en hinir. Hann stóð kengboginn á skíðunum, og lá á stafnum sér til stuðnings. »Það má mikið vera, ef cg stend ekki« kallaði Friðrik um leið og hann fór af stað. Hann stóð. Síðan tók hann skíð- in sín og bar þau upp til hinna drengj- anna.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.