Unga Ísland - 01.06.1911, Síða 1

Unga Ísland - 01.06.1911, Síða 1
\3 o^ ,s*^ Ar MYNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM ------c«$sss$:- ÚTQEFANDl: HELGl VALTÝSSON ö & blað. Júní 1911. VII. árg. 6. Marta litla. (Norsk saga.) Það var snemma morguns. Marta litla, smátelpa á áttunda árinu, sat á hól rétt fyrir ofan bæimuog horfði skáhalt upp eftir birkihlíðinni, sem lá löng og breið eins langt og augað eygði, með dökkri rák efst þar, sem greniskógurinu var far- inn að ryðja sér til rúms. Af og til ýtti hún rúðótta skýluklútnum sínum frá eyr- anu og hlustaði með ákefð og eftirvænt- ingu. Nei, eKkert heyrðist! Það var þó ann- ars fjarskalega langt í ár að bíða þess, að sumarhitinn kæmi fyrir fult og alt. Að vísu hafði verið svo hlýtt um há- daginn, að hlánað hafði sólar megin, en í hinni hlíðinni lá snjórinn enn þá í dæld- um og giljum, og anJaði napurt yfir dal- inn undir eins og sól var hnigin til við- ar. — Svona hafði hún setið og biðið á hverjum morgni í heila viku, en það var fyrst í gær, að hlýindin komu og önduðu um alla sveit, hvort sem sá til sólar eða eigi. Og þá hafði hún séð, alt í einu, hvernig lækirnir uxu og fyltu allan dalinn niði, og hún sá að brum- hnapparnir á birkinu þrútnuðu og fóru að springa, og í dag varð hún þess vör að grænt lauf var á gægjum í hlýju morgunsólar-skininu, sem bálaði niður yfir hlíðarnar eins og voldugt Ijóshaf. Hjartað barðist í henni: Nú gat þess ekki verið langt að bíða. Hún sneri sér við og horfði heim að bænum, og alt virtist þar svo friðsam- legt, sólin glampaði á rúðurnar, og reyk- urinn leið beint upp úr reykháfnum, alt var eins og það átti að sér að vera, nema að stór, ókunnugur hundur lá fram á lappir sínar á dyrahellunni. Bara að það yrði nú ekki of seint! Það var gaukurinn, sem Marta litla var að bíða eftir og þráði svo sárt. Og það var af vissum ástæðum. Því heima á bænum var friðurinn ekki eins mikill inni sem úti: ir.ni í svefnherberginu lá mamma hennar og barðist við dauðann. Hún hafði veikst skyndilega fyrir lið- ugri viku, hafði fengið ákafa lungnabólgu í vornepjunni. Læknirinn hafði verið sóttur fleirum sinnutn, og nú hafði hann verið þar alla nóttina, þess vegna lá stóri hundurinn á hellunni. Fyrsta daginn var Marta litla inni hjá henni; móðirin stundi við, ug Marta litla grét og þótti það svo sárt, að mömmu skyldí líða svona illa, en hún skyldi ekki almennilega í því öllu saman fyr en um kvöldið, er hún var háttuð, og pabbi hennar kom til hennar og sagði, að nú yrði hún að biðja Guð um að taka ekki mömmu frá þeim. Það hafði hún aldrei hugsað sér, að þau gætu mist hana. Og hún bað svo innilega til Guðs og hélt að það mundi duga; hann hafði verið svo ósköp góður áður t d. í fyrra, þegar hún bað hann um sleða. Pabbi

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.