Unga Ísland - 01.06.1911, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.06.1911, Blaðsíða 8
48 UNUA ÍSLAND þessa tbl. stafar af því, að ritstjóri Isl.« var bundinn við sambandsþing og íþróttamót Ungmennafélaga íslands — svo að segja daga og nætur — allan seinni hluta júnímánaðar og gat þvi alls ekkert sint blaðstörfum. Auk þess ann- ríki mikið á prentsmiðjunni og er enn. Eru kaupendur vinsaml. beðnir að virða á betra veg, þótt svona færi. Því eigi verður við öllu séð. Næsta tbl. kemur þegar á eftir. Ritstjóri. (»Vögguljóð«) Syngið, syngið, svanír mínir! Svæfið hana róú, berið henni dulfagra drauma í nótt. Berið hana á björtum vængjum burt yfir fjöll og dali, sýnið henni bæi i blur.di og bláfjalla salí. — Sýnið henni tjarnar-augun blikandi blá, sem hugfangin horfa himininn á. Þar sem æður og öndin grá eiga hreiður í leyni, og fuglinn litli fjársjóð á falinn undir steiní, þar sem rjúpan t'jallafrjáls felst í lyngi og eini, og svanir teygja hvítan háls og hyggja að smalasveíni; lóan raular rauna-óð, röltir tóa í næði, spóinn kveður konuljóð, kát eru hjónin bæði, — örninn klýfur heiðblátt haf hám frá efsta tindi, valur hyggur hamri af, hvarflar svo með vindi. Sólarblær á bylgjum hlær blárra himingeima, roða skærum reifast sær, ríkir þögn um heitna — — Syngið, syngið, svanir mínir! Svæfið hana rótt, berið henni dulfagra drauma í nótt. Ur »Blýantsmyndum« eftir H. V. Heilabrot. Talnaskrifi. 123456789 10. . . karlmannsnafn, 5102896..................konungsheiti, 1078.....................kveðskapur, 12826....................verkfæri, 2 10 8 9 6...............líkamshluti, 124396 ..................karlmannsnafn, 5107832..................tröllkonunafn, 8265 10 789 6. . . . karlmannsnafn, 12496....................karlkenning, 2 3 9 10................verkfæri, 965................... hljóð, 82496....................ílát, 62989 10 ................stór maður, 56789 10 ................karlmannsnafn, Ráðningar á heilabrotum í 4. tbl : Relkningsþrautir:1. 12 ár; þá er faðir- inn 45 -j- 12 ára = 57, og sonurinn 7 —j— 12 ára = 19 ára, Dæmið annars sett þannig upp: 45 -|- x = (7 -j- x) X 3; 45 -|- x = 21 -*- 3 x; (Flyt yfir) 45 -H 21 = 3 x x; 24 = 2 x; x = 12 ár. 2. 10 konur og 5 karlar. Talnaskrift: 1. Snjólaug. 2. Jóhannes. Reikningsgáta: Einn strákur! Hin öll komu frá borginni.) »UNGA ÍSLAND« kostar kr. 1,25 árg., en útsölumenn fá blaðið fyrir það verð, er hjer greinir, ef þeir taka sölulaun sín í peningum, en eigi í »verðlaunum« þeim, sem heitið er í 2. og 3. tbl: 3—5 eintök kosta kr. 1,15 hvert. 6—19 — — - 1,10 — 20 o. fl. — — - 1.00 — Prentsm. D. Östlunds.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.