Unga Ísland - 01.07.1911, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.07.1911, Blaðsíða 3
UNGA ISLAND honum í blóði. En svo skein friðurinn gegnum sorgina, og hann fékk meira vald á sjálfum sér, því lengursem hann spil- aði. Alt leystist upp íbarnsgrát, — eins og dögg í dölum á sumarmorgni. Áheyrendurnir furðuðu sig á þessu í fyrstunni og hlógu að því, hvísluðust á og hlógu og furðuðu sig, en þeir urðu brátt að leggja við eyrun og lilusta, og alt varð kyrt og hljótt eins og í kirkju. Ole Bull glevmdi alveg að hætta. Þá lét Zampieri hleypa niður tjaldinu, og fagn- aðar Iátunum ætlaði aldrei að linna. En Ole BuII heyrði ekkert af þessu öllu saman, því það varað líða yfir hann. Hann var leiddur burt og lítinn borða og drekka. Gómsætur maturinn og vínið hresti hann, svo liann fékk fult vald yfir sjálfum sér. Er hann kom fram á leiksviðið á ný, bálaði kjarkurinn upp í honum, og hann bað konurnar að velja sjer efni til að spila. Þær komu með þrjú. Ef ég rpilaði nú öll lögin þrjú samstundis! hugsaði hann með sjá'.fum sér. Svospil- aði hann þau öll í einu, þau fléttuðust hvert inn í annað og runnu saman í eina heild. Fagnaðarlætin dundu á ný eins og of- viðri. Hljómle'kurinn áiti að enda með fiðluspili, en Zampieri var ekki viss um, hvort Ole Bull þyldi að spila meira. »Jú, eg vil spila, eg verð að spila!« sagði hann. í þriðja sinni kom hann fram á leik- sviðið með nýja hljóma. Hann spilaði vorsólarglitrið og sumarfriðinn í Noregi, bjartasta og fegursta draum sinn. Er hann hætti, rigndi yfir hann blóm- um og blómsveigum frá kvenþjóðinni, sem var alveg trylt af hrifni. Zampieri, Beriot og allur áheyrendaskarinn heilsuðu snill ingnum nýja. Og allur hópurinn fylgdi honum heim. Nú rann sigurvagninn hans hratt áfram. Er liann skömmu síðar hafði haldið hljóm- leik sjálfur, leysti fólksfjöldinn hestana frá vagni hans og dróg hann heim. Bæjar- búar fóru heim til hans í skrautlegri blys- för, og var honum sýndur allur sá sómi og heiður, sem frægasta hljómiistarborg- in á Ítalíu gat Iátið í té. Frá Bologna breiddist frægð Ole BuIIs út um víða veröld, og alla leið norður til Noregs. Öll ferð hans varð sigurför upp frá því. Hann ferðaðist um alla Ítalíu. í Florents trylti hann alveg hljómleikamennina, svo þeir mölvuðu fiðlurnar sínar í virðingar- skyni við hann, þeir föðmuðu hann að sér og kystu hendur hans. Hann vissi varla, hvort þetta var vaka eða draumur. Ole Bull spilaði þar bæði fyrir munka og aðalsmenn, ferðaðist um fjöll og dali um sumarið; í Neapel faðmaði frú Mali- bran hann að sér, og borgarbúar lustu um fagnaðarópi, hann kom til Rómaborg- ar og lifði þarglöðu Iífi, kyntist þarmeðal annars Thorvaldsen myndhöggvara. Róm- verjar lofuðu list hans hástöfum, hendur hans og fingur, sem vóru sterkir sem stál og mjúkir sem strokleður, Paganini hafði að vísu mjúkleikann, en hvar var þvílíkt afl! Nú stóð honum opið hljómleikahúsið mikla í París, og hinn nafnfrægi frakk- neski hljómleikafræðingur Jules Jatiin rit- aði um hann, svo frægð hans varð heyr- um kunn um öll Iönd. Hann ritar á þessa leið: »Ole Bull er til fullnustu hinn mikli meistari. Hann syngur og grætur, hann dreymir! Stund- um yfirgnæfir fiðluhljómurinn horn og Iúðra, en rétt á eftir andar hann eins stilt og vindharpa! Hann er meistari, sem aldrei hefir sinn líka fundið, sannur lista- 1 aður, barnslegur og hreinn og beinn í allri framkomu. Hann stráði hugsunuin sínum yfir. alla þá, er heyra vildu, og þannig verður snillingur að vera. Hann liefir að vísu ekki sjö milliónirnar og tekjurnar hans Paganini, en hvað gerir það?« Á Englandi leit út fyrir, að ítalskir Iista- menn, sem vóru óvinveittir honum, ætluðu

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.