Unga Ísland - 01.07.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.07.1911, Blaðsíða 6
UNGA ÍSLAND 54 bl'stur ofati af skendnuþakinu. Lítill svartur fugl steypti sér niður úr lofíinu ineð fagnaðarkvaki. t>að var starrinn, fyrsti vorboðinn. Gaukurinn!? Hún hafði heyrt það, að sá sem gæti komist undir tré, seiu gaukur sæti í og væri að gala, og ósk- aði sér einhvers af heilum lutga, þá fengi hann ósk sína uppfyba. O, ef hann kæmi! Hún skyldi hlaupa á heimsenda til þess að komast undir tréð hans. Frá þessum tíma virtist henni þetta e:uasta bjargarvonin, og það var þess vegna, að Marta litla hafði setið þarna á hólnunt i marga daga og beðið oghlust- að, og þessvegna snt hún þar í dag líka. Æ, bara, bara að það verði ekki of seint! Hún Itafði heyrt laknirinn tala um eitthvað, sem hann kallaði *krísis« — og hann ætlaði að bíða eftir, ef þáskyldi þurfa að taka henni bldð. En það var vfst ekkert að heima enn þá, alt var svo kyrt og hljótt heima \ið, netna hænsnin sem vóru að krafsa við fjósdyrnar og starrahjónin á skenn.,uþak:.nii — bar höfðu þau víst bygt sér hreiður. Alt í eiint stökk hún á fætur, reif skýlu- klútinn frá eyranu, hélt niðri í sér and- anum og hlustaði. Gauksgal lújómaði skært og ákveðið Iiandan úr hlíðimii — langt, langt burtu. Blóðið þaut upp í kinnarnar á lienni, og lijartað lamdist í brjóstinu. Hún stóð grafkyr eitt augiiablik, svo tók hún tii fótanna upp eflir. Hvað eftir annað nam hún staðar, hé!t niðri í sér andanum og hlustaði — jú, liún heyrði enn þá til hans, — nú færði hann sig úr stað upp eftir lilíðinni. Og hún liljdp aftur á stað. Svona hélt það lengi áfram — Það víT svo ótrúlega langt, og hvaðeftir annað heyrði hvn, að hann færði sig of- ar og ofar, nú var hann kominn alveg upp undir Hiíðarengi. Hún hljóp og hljóp — og hugsaði aðeins um þetta eitia: hún varð, hún varð að ni honum. Seint og um síðir vóru bæði komin upp í Hlíðarengi — Þar leit helst út fyrir, að gaukurinn ætlaði að nema stað- ar, hann sat lengur kyr en áður. Nú var hún nærri þvíkomin að honum. Þarna sá hún hann í stóra birkitrénu! Hún hljóp að lionum. Nei, þarna flaug hann yfir í annað tré. Hún á eftir. Hann færði sig á ný. Og svo liófst eltingaleikur hring- inn í kringum alt Hlíðarengið. Húu reyndi að halda niðri í sér andanum og læðast áfram, hún reyndi að lilaupa, en í livert sinn, er hún var koniin fast að honum, svo hjartað lamdist í henni af kvíðablandinni eftirvæntingu, — þá flaug hann. Nú vóru þau komin aftur að stóru björkinni, hún sá liann svo greini- lega, — hvernig hann breiddi út vélið eins og blævæng og sló því til, í livert sinn er hann gól. Nú var hún rétt komin að honum. Bara að liann sæti nú kyr þessi tvö þrjú sporin! Hún hélt niðri í sér andanum og tók sig samaii undir stökkið. Alt hringsnerist fyiir augum hennar, og blóðið suðaði fyrir eyrunum — ef — ef —d Þá flaug hann. Eftirvæntingin hafði orðið lieniú of sferk, hún hneig niður undir stóru björk- inni og grét með þungum ekka. Frh. Skýringar: Sfarrí er lítill farfugl á stæið við þröst. »Krísis« er það kallað, er veiki er á liæsta stigi og búist er við einhverri breyt- ingu- Ritstj. Trygg’ur huncLur. Norskur læknir, sem dó nýskeð, áttí stc'ran og fallegan hund. F.ftir lát hús- bóndans var hundurinn alveg frá sér af sorg. Hann gekk ýlfrandi í marga daga og bragðaði ekki mat, og að tok- um réði hann sjálfum sér bana á þann hátt, að hann hljóp á móti járnbrautar- lest, sem var að koma, lagðist niður

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.