Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 2
58 UNUA ÍSLAND Marta litla. Niðurlag. Það var eins og lyft væri þungu fargi af öllu heimilinu, er læknirinn skýrði frá því um hádegisleytið, að nú væri öll hætta um garð gengin. Sjúklingurinn hefði lit- ið upp og verið með fullu ráði. Og sá fyrsti, er hún spurði um, var Marta litla. Það var farið að sækja hana, en hún fanst hvergi. Þá fór heimilisfólkið alt í einu að ranka við því, að hún hefði verið eitthvað svo undarlega einmana og hljóð þessa dagana, er enginn haf"i haft tíma eða tækifæri til að sinna henni eða hugsa um hana, aumingja Marta litla, hún hafði verið brjóstumkennanleg, en nú skyldi alt sanr- an verða öðruvísi á ný. Og heimilisfólk- ið leitaði hátt og lágt, úti og inni, hvergi sást neitt til hennar. Menn nrðu skelkaðir, og það breiddist út yfir alt heimilið og náði einnig til sjúklingsins, og hún spurði aftur um Mörtu. Þá varð læknirinn hrædd- ur, það varð að grípa til einhvers bragðs til bráðabirgða, sjúklingurinn þoldi alls enga geðshræringu — og svo varð að reyna að finna Mörtu sem allra fyrst. Þá datt honum ráð í hug .-— hundur- inn hans. Hvar hafði hún sést síðast? Uppi á hólnum. Hafði nokkur eitthvert fat, sem hún hafði haft á sér? Hann fékk það, fór svo upp á hólinn og kall- aði á hundinn. Hann kom hlaupandi, stökk af kæti og dinglaði rófunni, Lækn- irinn rétti klútinn að trýninu á honum; hundurinn þefaði af honum og horfði svo á læknirinn. Þá benti hann á grasið, þar sem hægt var að sjá, að einhver hafði setið. Hundurinn þefaði þar líka og Ieit aftur á hann glöggum spurningaraugum. >Já einmittU — og læknirinn gekk fá- ein skref. Hundurinn skildi hann, rakti undir eins förin, og dinglaði rófunni í sífellu, hljóp dálítinn spöl, nam staðar og leit spyrjandi aftur. >Jú rétt! og lænirinn gaf hinum Ieitar- mönnunum bendingu: >Þið þurfið ekki að fara lengra, héðan af skal eg finna hana sjálfur,« — og hann gekk hratt á eftir hundinum, sem hljóp spölkorn á undan upp eftir birkihlíðinni og dinglaði alt af rófunni. * * * Þreyían og eftirvæntingin höfðu yfir bugað Mörtu litlu, hún hafði sofnað. Hún lá og dreymdi, að hún sæi prófastinn gamla koma akandi ofan á stóru súkku- laði-hlassi, og hann hafði iíka gauk ein- hversstaðar innan i ækinu — hún heyrði svo greinilega til hans, en hún gat ekki séð liann. Þá fann hún alt í einu eitthvað hlýti koma við andlitið á sér, vaknaði og leit upp Stór hundur stóð uppi yfir henni, dingl- aði rófunni og sleikti hana í frainan — og þarna beint uppi yfir henni sat gauk- urinn og gól hátt og snjallt. Hún var fljót að átta sig og gat rétt að eins sent brennheita bæn til Guðs um, að mamma hennar yrði frísk aftur, þá flaug liann — því hundurinn sneri við og gjammaði af glcði og hljóp á móti einhverjum, sem var að koma. Það var læknirinn. Hsnn tók hana upp á handlegg sér: >Eg á að heilsa þér frá mömmu; nú verður hún bráðum frísk aftur. Marta litla vafði báðum örmum um háls honum og grét hægt og hljótt. Fé og frægð! (Frh.) Um þessar mundir ferðaðist hann til Parísaborgar, og þargiftist liann Alexandr- ine Felicité, sem áður ernefnd, þann 16. júlí 1836. Var hún þá 18 ára. Nú var hann farið að langa heim aftur til ættingja og vina — til heimahaganna kæru. Þar vildi hann hvíla sig, á Val-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.