Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 59 strönd, þar sem hann hafði Ieikið sér í bernsku. En fyrst varð hann að vinna lönd þau, er í leið hans lágu á heimleiðinni. Svo fór hann spilandi norður Belgíu, Þjóðverjaland, Rússland og Finnland. Á Rússlandi borguðu menn alt að 70 kr. fyrir aðgöngumiða að hljómleikum hans, og sjálfur keisarinn sæmdi hann heiðursgjöf mikilli, og fylgdi með henni þakkarávarp frá honum; var gjöfin dýr- indis fingurgull með 140 giusteinum í sve'g utan um stóran smaragð. Ole Bull vildi ekki spila í Stokkhólmi.* Þó bjuggust menn við, aðhann myndi gera það, ef þeir bæðu hann að hjálpa Vermlendingum, er orðið höfðu fyrir tjóni miklu í eldsvoða. Ole Bull gaf þeim 1800 krónur, en vildi ekki spila. Fékk hann þá boð frá konungi, Karl Johan. Ole Bull kom frá Rússlandi. í við- ræðunni við konung, hefur Bull að líkindum nefnt þakkarávarp keisarans. Sagði þá konungur, að hann hefði skrifað Rússa- keisara og sagt honum, að hann (Karl Johan) hefði einnigsína Pólverja — NorS- mennina. Þá sauð upp í Ole BuII, og liann svar- aði: »Getrr yðar hátign nefnteitt eihasta skifti, er landar mínir hafa eigi reynst lög- hlýðnir og trúir þegnar?« »i->essi orð yðar eiga hér ekki við,« svaraði konungur. »Eigi orð mín ekki við hér, þá á eg það heldur ekki, yðar hátign, ogkveð eg yður því!« sagði Ole Bull. »Nei, bíðið! kallar konungur og gaf honum bendingu að vera kyr. »Nei, yðar hátign! eg ætla að sjá, hvort Norðmaður er frjáls í höll Svíakonungs«. Hann laut konungi djúpt og ætlaði að fara. Þá blíðkaðist konungur og sagði: »Eg bið yður, herra Bull, aobíða við! *) Þá vóru stjórnmála- erjur miklar með Norðm. og Svíum. Það er skylda hvers þjóðhöfðingja að hlusta á skoðanir allra þegna sinna.« Þá lét Ole Bull undan og spilaði síðar, er Karl John bað hann um það sem norskur konungur; vann hann sér þar fé mikið og fékk dýrmætar gjafir. Er hann kvaddi í höllinni, bauð kon- ungur honum Vasa-orðuna sænsku í gim- steinum. Ole Bull þakkaði heiðurinn, en kvaðst eigi geta tekið við henni; sérværi miklu kærari minjar vasaklútur eða treyju- hnappur, er konungurinn hefði átt sjálfur. »Þá vil eg gefa yður það, er eg veit, að þér mismetið ekki — blessun gamals manns«, sagði konungur. Ole Bull laut niður og meðtók bless- un konungs. Skýringar: Smaragð, gimsteinn grænn á lit. Vermaland, stórsýslaí Svíþjóð vestanverðri. Pólverjar eru hér látnir tákna uppreistarmenn af því að þeir hafa um langan aldur verið að reyna að brjótast undan harðveldi Rússa. Karl Johan var upphaflega franskur herfor- ingi hjá Napoleon mikla, var síðar kjörinn konungur í Svíþjóð og varð sambandskonung- ur Svía og Norðmanna. pvi trúa mdttu. Því trúa máttu: það tjáir ei hót Að taka sér heiminn of nœrri; Því vonda, sem grœtir, ei gefðu’ undir fót, Það gerir þér hugraun œ stœrri. En aðkasti muta, þó víls ei sé vert, Með velstiltri hugarró kaldri, Það sannlega er hœgra sagt þó en gert, Ög síðnumið viðkvœmum aldri. Stgr. Th. Prentvílla hafði slæðst inn í kvæðið ><Him- djúpið« í síðasta tbl. Upphaf síðasta erindis á að vera svo: Alfanginn mig umlyk þú o. s. frv., en ekki ástfanginn, eins og þar stendur. Ritstj.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.