Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.08.1911, Blaðsíða 4
60 UNQA ÍSLAND Til gagns og gamans. Loftför og flugvélar. All títt er það, að m "i rugli saman loft-föram (loftbelgur, loftskip) og flugvélum. Loftbelgur. Er það þó sitt hvað og býsna ólíkt í flestu Loftfar er léttara en loftið umhverfis, þ. e. a. s.: belgurinn er fullur svo léttri lofttegund ("atnsefni, ,vetti‘), að hann sjálfur, körfurnar sem tólkið er í ásamt fóikinu, hreyfivél og öllum útbúnaði er léttari að öllu sanianlögðu heldur en loftið, er hann rýmir frá sér, og þessvegna flýtur loftfarið loftinu á sama hátt og skip á sjónum, hvort seni það liggur kyrt eða er á ferð. Loftfar. Loftfönn þurfa því að vera geisistór og bera þó litið. Þau stærstu eru álíka stór og eimdrekarnir miklu, er nú á dögum ösla um höfin, og þó bera þau eigi nema fáamenn(10—20 t. d.). Nú á dögum eru loftförin knúin áfrarn með hreyfivél gegn veðri og vindi með geisi hraða. Flugvélar eru aftur á móti þyngri en loftið og fleyta sér á »vængjum« eins og fuc linn. Eru þær knúðaráfram með skrúfu eins og loftförin, en sá er munurinn, að stöðvist skrúfan •' flugvélinni, dettur hún beint niður eins og vængskotinn fugl, — nema þá sjaldan, er flugmanninum tekst að halda henni í réttu horfi og bjarga sér til jarðar á »hringsvifi«. Af þessu stafa hin altíðu flugslys. Flugvélar eru fremur litlar, venjulega 20—30 álnir að Loftfar. lengd, og geta þó sumar fleytt fleiri mönn- um, 5—10. — Til skenitunar og fróðleiks skal hér lýst flugvél, helstu hlutum hennar, stærð og burðarmagni: Flestir niunu þekkja leikfangið »dreka« eða »flugdreka«, sem börn hafa sér til ganians. Er hann dreginn í bandi gegn vindinuni, og fleytir hann sér þá upp og áfram. — Drekinn er þyngri en loftið, og verður því annaðhvort að hlaupa geisi- hart með hann eða teyma liann móti vindi, til þess að hann lyfti sér og »fljúgi«. Hreyfiaflið (mótorinn) í þessum dreka er ekki í honum sjálfum heldur í höndinni,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.