Unga Ísland - 01.09.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.09.1911, Blaðsíða 6
70 UNUA ÍSLAND veiki/jijðir menn eiga fremur að taka »mjaðm^rtaki« en að teygja handleggina (»mjaðmaJak« sést á 2. mynd). Anda á jafnt (og djúpt) með nefinu, anda að sér í aftarí sveifluhelming, en frá sér í þeim fremri. Eigi á að þrýsta brjóstinu út við önd- unina, en það er ágæt hreyfing að láta vöðvana lyfta brjóstinu, halda því kyrru stundarkorn og anda á meðan með kvið- arhreyfingu ( <mása«). Önnurágætlungna- æfing. æfagömul, er sú að anda djúpt að sér og halda niðri í sér andanum alt að einni mínútu. Þessar tvær brjóstæfingar getur maður hæglega skemt sér við, er maður er eirm einn á gangi. Öndunar-æfingar. Öndunaræfingar eiga best við á eftir erfiðum líkamsæfingum, og eru þær viða í kerfi þessu teknar á eftir eða inn á milli hreyfinganna. Maður andar að sér með nefinu, eins djúpt og frekast er unnt, tyllir sér á tá og kerrir hnakkann. Er maður andar frá sér, — og það á einnig að gera djúpt og sterkt og jafnt, en eigi »byljótt«, — lætur maður sig síga niður á hælana og iætur hökuna síga. Meðan á önduninni stendur, heldur maður mjaðmartaki og spennir olbogana vel út frá Iíkamanum (og aftur á við), svo að brjóstið geti þanist seni mest út (sjá 2. m.) — Einnig má þenja út brjóstið með því að Iyfta öxlum (»ypta öxlum«), og er það auk þess góð vöðvahreyfing. Á eftir æfingum, sem eigi hafa reynt sérstaklega á armana, getur maður jafnhliða því að anda að sér lyft handl. beint út (lófana niður) til hliðar og sveigt þá vitund aftur á bak (í axlarl.) og látið þá síga beina niður, er maður endar frá sér. Veikbygðir geta í upphafi slept tátyllingunni, eða þá stutt sig með annsri hendi. t>eim sem æfðir eru orðnir er ráðlegt að sameina tvær djúpar andan- ir og tátyllingu djúpri hnébeygju — milli hreyfinga—á þenna hátt: Andaðu að þér og tyltu þér á tá, beygðu þig djúpt í hniánum um leið, og þú andar frá þér, réttu þig upp og andaðu að þér, sígðu niður á hælana og andaðu frá þér. Þess er þó að gæta, að öndunin sj'álf er hér aðalat- riðið. (Við hnébeyingu er þess að gæta að spenna hnén vel út á við, og halda hælunum saman; sé »öndunin« gerð með »mjaðmartaki«, heldur niaður því óbreyttu við báðar andanir. Sé »armlyfting« við- höfð, er hún gerð á þenna hátt: tátylling og armlyfting — eins og áður er lýst — jafnfr. 1. öndun, handl. látnir síga niður með hnjám utanverðum jafnfr. hnébeyging- um, lyft á ný jafnfr. teygingunni og látnir síga niður að lokum jafr.fr.hælunum). 2. æfing. Stuttur fótsláttur aftur á bak og áfram með teygðum fœti, — með báðum fótum á víxl. 3. mynd. Maður styður annari hendi á rúmstólpa, gafl, dragkistu e. þ. h. og stendur á öðrum fæti, helst á lágum skemli, slær svo hin- um fætinum snögt fram og aftur á víxl 16 sinnum hvorn veg. Hin höndin tekur mjaðmartaki. Ejgi á að sveifla fætinum langt fram og aftur. Hreyfingarnar eiga að vera stutt- ar og snöggar, og beita skal afli í livert sinn, er hreyfingu er breytt, og eigí láta verða bil á milli. Mestu afli á að beita víð »aftur-slagið«. Ef hreyfingin cr rétt

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.