Unga Ísland - 01.10.1911, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.10.1911, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 75 „grðabdgurínn.” XI. smdkvœði. |for. Lifnar alt um lönd og haf laust af vetrartjóni; — kári þíðir klakann af köldu Ísa-fróni. Blessuð sólin bræðir snjó, blóm svo fara’ að gróa; sumarið með sæld og ró svífur yfir móa. IJaustkYÖld. Dregst að njóla, dimmir æ um dali, hól og gjögur; — o’ni rólai úfinn sæ aftansólin fögur. Drjúpa blómin daggar vætt, dags- burt Ijóminn skríður, eyrum tómum svalar sæft svanarómur þíður. Sigurb. V. Vipfússon, Skinnalóni. (20 ára). XII. Hversvegna hundurinn og kötturinn eru óvinir. (Gömul munnmælasaga.) Einu sinni þurftu dýrin að ræða áríð- andi málefni; var þessvegna boðað til þings, og átti hver dýrategund að senda fulltrúa á þingið. Þar kom eitt af hverri tegund, fuglar, fiskar og ferfætt dýr af öllum möguleg- um tegundum, nema úlfaldinn, sem var mikils metinn, hann kom ekki. Þá var samþykt að senda boð og biðja hann að flýta sér, og var ákvarðað að varpa skyldi hlutkesti, um hver það skyldi gera, og varð hundurinn þá fyrir því. Hann sagði: »Hvernig á eg að þekkja úlfaldann? eg hefi aldrei séð hann. »Það er gott að þekkja hann«, sögðu hin dýrin, »hann hefur kryppu á bakinu. »Þá skal eg finna hann,« sagði hund- urinn og hljóp á stað. Á lciðinni mætti hann kettinum, sem hafði orðið of seinn á þingið. Þegar kötturinn sá hundinn, setti hann upp kryppu ; hundurinn taldi þá víst, að þetta væri úlfaldinn, þar eð hann var með kryppu. Hann bað köttinn kurteis- lega að vera sér samferða á þingið. Þegar þeir komu á þingið, leiðir hund- urinn köttinn fram fyrir dýrin og segir mjög hróðugur: »Hér kem eg með úlfaldann, sem þið hafið þráð svo mikið.« Öll dýrin hlóu og hlóu og ætluðu aldrei að hætta að hlæja. En upp frá þessu getur hundur- inn ekki gleymt því, að það var kattarins vegna, að hann varð til aðhlægis. »Grimur« (12 ára.) Fornaldardýr. Dinosauria er skriðdýraflokkur einn nefndur, er lifað hefur á löngu liðnum jarðmyndunartímum. Draga dýr þessi nafn sitt af gríska orðinu deinos, þ. e. hræðilegur, og sauros (frb. sáros) þ. .e eðla, dýr eitt lítið af skriðdýrakyni nú á dögum. Finnast beinagrindur dýra þess- ara í jörð, sérstaklega í Norður-ATeríku og sumstaðar í Norðurálfu. Flest dýra þessara voru feiknastór land-skriðdýr. Höfuðsmá, háislöng, með sterkum hala og löngum. Framfætur vóru venjulega stuttir, en afturfætur langir, og gátu þau því með því að styðjast á hala sinn geng- ið hálf upprétt á tveim fótum eins og t

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.