Unga Ísland - 01.10.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.10.1911, Blaðsíða 6
UNGA ÍSLAND 78 sveiflaðu þeim svo, og teygðu vel ristarn- ar (sjá 7. mynd) í hringi upp, og út á við til hliðanna (v. f. til v. og h. f. t. h.), svo niður á við og saman aftur o. s. frv. 8 s. í röð, fyrstu 6 sveiflurnar með 1 al. þvermáli, en þær 2 síðustu eins stórar og iiægt er, og mega þá fæturnir ganga á víxl. í hvert sinn, er fæturnir koma saman, — í sveiflulok (6 fyrstu), á að þrýsta þeim fast saman. Svo er fótunum sveiflað 8 s. öfuga leið — út, niður o. s. frv. Þeir, sem veikbygðir eru, mega gjarna sveifla að eins öðrum fætinum í senn, en eigi mega fæturnir síga niður að gólfi milli hreyfinganna. Einnig gerir það hreyfinguna auðveldari og dregur úrhenni að taka »hnakka-taki* eða styðja hönd- unum undir lærin, eða halda sér með fíngrunum undir skáp e. þ. h. Æfing þessi þroskar rnjög kviðarvöð- vana og heíir góð áhrif á meltingarfærin. Með æfingu og þroskaáaðgerafótsveiflur þessar eins hœgt og unt er. Anda á frá sér, er fótum er þrýst sam- an, en að sér í sveiflunum. Frh. CSSssSSsssS Grunna litla. (Eftir Hreínu.) Þær vóru ekki líkar systurnar í Dal, Sólveig og Guðrún, ogöllumkom saman um, að þar væri systra munur, þótti Sól- veig svo miklu fallegri. Hún var Ijós- hærð, og liðaðiit hárið lítið eitt yfir enn- inu; kringluleit var hún ogrjóð í kinnum; augun vóru blá; svipurinn hreinn, en kald- legur og bráfyrir hörkusvip; varirnarvóru nokkuð þykkar og klemdust fast saman, er hún þagði. Guðrún var dökkhærð og hrokkinhærð og nokkuð úfin um kollinn stundum, því hún kærði sig ekk' ætíð um að Iáta greiða á sér; fölleit var hún í and- liti og mögur, stóreygð og bereygð, en augun dökkgrá að lit; nefið var stórt, en beint. í fljótu bragði bar mestá augun- um og ncfinu. Því var henni oft strítt á því, að hún væri líkust smáfuglsunga nýkonmum úr eggi. Aureingja Gunna litla! Oft varð hún að berjast við grátinn, þegar hún hugsaði um, hve ljót hún væri, og ekki bætM það úr, að ailir sögðu, að SoIIa væri falleg. Henni þótti ekkert vænt um SoIIu; öðru nær. Solla var fjórum árum eldri, og svo langt, sem Gunna mundi til, mintist hún aldrei, að Solla hefði sagt við hana eitt hlýlegt orð eða gert svo mikið sem að líta hlýlega á hana. Solla var bara altaf eldri systirin, falle~ri og betri aðdómi fólksins, og átti því að ráða yfir litlu stelp- unni henni Gunnu. En Gunna þóttist vera maður líka. Hún vildi að minsta kosti ráða sjálfri sér og — helst öðrum líka. Því var ekki sjaldgæft, að þeim yrði sundurorða systrunum. Einu sinni sem oftar — Gunna var þá eitthvað átta ára — voru þær að ríf- ast út af einhverjum smámunum. Farið var að síga í báðar. Gunna hreytti cin- hverjum ónotum að Sollu. »0, þú þarft æfinlega að rífast út af öl!u«, sagði Solla; »ÞaðfeIlur Iíka öllum miklu betur við mig en þig, og eg er líka laglegri. Seinast sagði hann Jón á Gili við mig í gær, að öilum, sem þektu okkur, þætti vænt um mig, en léti illa af þér«. Gunna var orðin blóðrjóð undir þess- ari ræðu. Hún ansaði engu, beit á vör- ina og hljóp fram. Þegar hún var að fara fram úr dyrunum, heyrði hún, að Jói vinnumaðursagði viðSollu: »Þúáttir ekki að segja þetta. Henni þótti það svo vont«.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.