Unga Ísland - 01.10.1911, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.10.1911, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 79 »Eg held, að lienni Gunnu hafi verið sama, ansaði Solla. Gunna beit enn fastar á vörina, þaut eins og elding fram göngin, út á hlað og ofan í djúpa lautátúninu. Þar fleygði hún sér niður, og um leið koni upp grát- urinn, þungur ekki og vein. Hún gat ekki annað. Því þurfti hún að lifa, þeg- ar hún var svona vond og ljót? Ó, að hún mætti fara upp í himininn til Guðs og góðu englanna, eins og hún Fríða litla frænka hennar! Þar yrði hún sjálf- sagt góð og falleg Iíka. Að minsta kosti « mundi ekki verða talað um það þar, að hún væii vond og Ijót, og vond skyldi hún nú alls ekki vera þar, af því að allir yrðu þá góðir við hana. En Solla var ekki góð við hana, og margir fleiri vóru vondir. Jói var þó góður. Hún ætiaði að muna honum þetta lengi ogvera góð við hann. Gráturinn sefaðist ögn, þegar hún hugsaði um, að Jói væri þó vænn. En svo varð henni undir eins þungt um íftur, þegar hún hugsaði um orð Sollu. Hún skyldi víst segja Sollu einhvern tíma, að ekki þætti öllum hún vera falleg. Gunnu fanst hún vera Ijót, ogþaðskyldi hún þó fá að heyra, þegar Gunna væri orðin stærri og gæti varistgrátinum. Gott var þó, að Solla vissi ekki, að hún fór að skæla, og aldrei skyldi hún fá að vita það. En hv;ð fólkið varvitlaustað segja, að Solla væri lík mömmu! Nei, mamma var nú eitthvað fallegri, þvíhún varfalleg og góð. Og hvað gerði þá til, þó aðrir væri vondir, fyrst hún átti mömmu? Solla átti þó ekki meira í henni en hún. Gunna litla þurkaði af sér tárin með svuntunni sinni, en var þó enn þá hálf snöktandi. Ekki mátti mamma sjá, að hún hefði verið aðskæla. Mömmu þótti æfinlega svo vont, ef hún vissi, að eitt- hvað gekk að litlu Gunnu hennar. Svo reis Gunna á fætur, hljóp heím að bænum og fór að leika sér að hornun- um sínum. Inn fór hún ekki, fyr en hún var viss um, að enginn sæi, að hún hefði skælt. »Hvar hefirðu verið, barnið mitt?« spurði mamma. »Uti að Ieika mér að hornunum mín- um«. Hún hljóp í faðm mömmu sinnar og kysti hana, fyrst á munninn, svo á hálsinn. Hálsinn á mömmu var svo hvítur og mjúkur og svo gott að kyssa á hann. »Enginn á eins góða og fall- ega mömmu og eg«, hugsaði Gunna Tíminn leið. Gunna Iitla óx en — batnaði ekki. Öllum á heimilinu fanst hún vera löt og geðill, nema mömmu hennar Og Gunnu fanst allir vera vond- ir, nema mamma hennar ein, og því gat hún ekki verið að brjóta sig í mola til þess að gera öðrum til hæfis. Best var, að hún væri reglulega vond, fyrst allir sögðu, að hún væri það. En ef hún var vond við mömmu sína, — það kom •nú ekki oft fyrir — sá hún strax eftir því aftur og bað hana að fyrirgefa sér. Þá var ekki nóg að mamma segði: »Eg er búin að fyrirgefa þér«. Nei, hún varð að taka Gunnu í fang sér og kyssa hana, lofa henni að leggja höfuðið á öxl sér og gráta. Sorgin yfir því að vera ekki í sátt við mömmu varð að brjótast út, áður en gleðin komst aftur að. En svo brosti hún með tárm í augunum og hljóp aftur Iéttfætt til leika sinna eða bóka, því hún las alt, sem hún náði í. Viðburður þótti það íDal, þegar sýslu mannshjónin komu þangað. Þau hcfðu aldrei komið fyr, svo Gunna myndi eftir, þó hún væri nú orðin ellefu ára. Hún sá þau í svip, þegar þau komu, og fall- egri konu en frúna hafði hún aldrei séð nema hana mömmu sína. Hún mátti til að fara inn til þess að sjá hana betur. Það vildi þá svo vel til, að þær vóru einar inni og sátu saman mamma hennar og frúin. Þær voru kunnugar að fornu fari. Gunna gekk til mömmu sinnar, því hún var ekki feimin við svona fallega konu, þó hún hefði aldrei séð hana fvrri.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.