Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 3 verið, er ókunnugum bónda jróttu jiau þessara launa verð fyrir iiönd ungra og uppvaxandi sona sinna. Er þetta atriði úr iifi Hjartar sett liér ungum mönnum lil atliugunar. Því liver getur lilotið æðri laun en þau, sem veitt eru fyrir að vera fyrir- mjmd upprennandi kynslóðar i at- orku, trúmensku og dugnaði? Öll hin miklu og margbrotnu störf, sem Hjörlur hefir haft með höndum, hefir liann rækt ágæta vel, og er það einróma álit allra þeirra, er þekkja til starfa hans, að alt frá hans liendi sé í hinni einstökustu röð og reglu. Eg drap lauslega á það áður, hvernig umhorfs hefði verið á Hvann- eyri þegar Hjörtur kom þar, og hvern- ig þar var útlits, er hann fór þaðan. Að þeim endurbótum vann Hjörtur ósleitilega sjálfur. Hann gekk til allrar vinnu með piltum sínum og kunni sér ekki hóf. Og þó líkamsþrek hans væri afarmikið, þá bar áhuginn og ofurkappið hann samt ofurliða. Og svo fór með hann, sem mörg önnur ofurmenni, að lieilsan bilaði. Síðustu árin, sem hann var á Hvanneyri, þoldi hann ekki að beila sér við vinnu eins og áður, en þó vann hann alla jafna. Mátti svo kalla að það stæðist á endum, að þegar Hjörtur var búinn að gjöra Hvann- eyrina að einu lielsta höfuðbóli ís- lands, var heilsan biluð. Kennari var Hjörtur ágætur, bæði skýr og skemtilegur, og einkar laginn á að fara svo með efnið, að það festist í minni nemendanna. Eg hefi kynst mörgum kennurum, bæði hér á landi og erlendis, og liafa margir af þeim verið hámentaðir menn, og tek eg fáa til jafns við hann, en engan fram yfir hann, enda er hann víðlesinn, stálminnugur og ágætum gáfum gæddur. Torfi heitinn í Ólafsdal hvatti bændur til dáðar og dugnaðar, bæði í ræðu og riti. Hann er brautryðj- andinn íslensku bændanna í búnað- armálum. Hann benti bændum á að hvaða marki þeir ættu að keppa. Sumum hefir nú sýnst hann hafa selt markið nokkuð hátt, en Hjörtur hefir með búskap sínum, bæði á Hvanneyri og á Brekku, sýnt að því marki er hægt að ná, ef unnið er með hygni og atorku. Og það sýnd- ist mörgum, þegar rætt var um breyt- inguna á Hvanneyrarskólanum, að enginn annar en hann, gæti komið til greina, að hafa forstöðu áfram við skólann, en til voru menn, sem öðru- vísi litu á það mál, og þeir réðu. Eg liygg að þeir, sem kynst höfðu skóla- sljórn Hjartar, umgengni hans við pilla, stjórn lians og kenslu, hafi allir æskt þess, að skólinn fengi að njóta lians sem lengst. Þekki eg engan bet- ur laginn, eða betri kostum búinn, til að vekja þjóðrækni hjá ungum mönnum, manndáð og festu, og eru það góðir kostir og mætti gjarnan bera meira á þeim hjá okkar jrjóð. Hjörtur er kvæntur Ragnheiði dótt- ur Torfa heilins í Ólafsdal, eins og áður er sagt. Ragnbeiður er mesla sóma- og myndarkona og mjög samhent manni sínum, og liefir hún ekki lítið greitt fyrir lionum störfin. Og er hún ekki manni sínum síðri. Gestrisni og lijálpsemi þeirra lijóna er við brugðið. Þau mega ekkert aumt sjá. Og engan ber svo að garði þeirra, að þau gjöri honum ekki gott, og nýtur hann þá sömu alúðar og góðgerða, hvort sem liann er hátt eða lágt settur. Lýsir sér best í þvi, hve gestrisnin er þeim eiginleg. Þau hjón eiga þrjá sonu, Torfa, Snorra og Ásgeir; sá elsti er 14 ára að kalla, en liinir nokkuð yngri.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.