Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 6
4 UNGA ÍSLAND Hvar sem Hjörtur sést, ber hann það með sér, að hann er enginn meðalmaður. Hann er freklega meðalmaðnr á hæð, þrekinn og lierðamikill og karl- mannlegur á velli. Höfuðslór er hann, jarpur á hár. Andlitið karlmannlegt. Augun dökk, skýrleg og snör, brýrn- ar stórar og loðnar. Svipmikill er hann, og minnir útlit hans á suma ágætustu forfeður okkar, eftir því sem þeim er lýst. ./. B. Frelsisgyðjan. Enginn siglir svo inn New-York- flóann, að honum verði ekki star- k\I/^ sýnt á frelsisstyttuna. Hún er liá eins og kirkjuturn. Rafmagnsblysi lieldur hún hátt á lofti, og rafmagns- geislar stafa úr augum hennar. Það getur gefið hugmynd um stærð henn- ar, að 40 menn liafa staðið í einu innan í höfðinu á henni. Fingur liennar eru svo langir, að ná mundi frá gólfi til lofts í allháu herbergi. Ef draga ætti hring á þann fingur, þá yrði hann að vera á stærð við tunnusveig. Þessi stytta táknar frels- isgyðjuna, sem lieldur upp blysi og lýsir þjóðunum á framfarahrautinni. J^orsteinn kóngsson. (Framh.) Að litlum tíma liðnurn heyrir Þor- sleinn undirgang mikinn. Var liús- liurðinni hrundið upp og gengið inn tafarlaust. Heyrir hann þá einhvern segja: »Hér er einhver kominn. Hon- um skulum við stytta stundir«. Þá segir einn: »Ekki skal það vera; eg tek hann í inína vernd. Eg á svo mikið með hérna, að eg get ráðið lííi eins manns. Hann hefir að fyrra bragði gert okkur greiða, búið um rúmið okkar, borið mat á borð og farið vel að öllu. Ef hann kemur í Ijós, þá skal honum ekki verða gjört neitt til miska«. Við þessi orð hresl- ist upp hugur kóngssonar, og gaf liann sig þá fram. Þótti honum pilt- ar þessir heldur en ekki stórvaxnir, og líkari tröllum en mönnum, eink- um var fyrirliðinn frábærlega stór og mikill jötun. Var Þorsteinn þar lijá þeim um nóttina. Morguninn eftir biðja þeir hann að vera hjá sér eina viku. Sögðu þeir, að hann skyldi ekki hafa annað að sýsla en mat- reiða fyrir þá og búa um rúmin. Lofaði kóngsson því. Var hann þar vikuna og líkaði hvorum vel við aðra.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.