Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND. 5 Þrábændu þá bæjarbúarnir bann um að vera hjá sér eitt ár, og lofaði kóngsson því, ]>ó honum þætti þar heldur dauílegt. Lofaði liinn stóri rumur Þorsteini ærnu kaupi í stað- inn. Því næst fekk liann Þorsteini alla iykla neina einn. Bar stóri karl- inn þann lykil jafnan á sér í festi um hálsinn. Gekk nú kóngsson um öll herbergi í bænum á daginn, nema það eina, sem karlinn geymdi lykil- inn að; því að því gekk enginn af lyklunum, sem kóngsson hafði undir höndum. Hann reyndi þá til að slinga upp herbergið, en gat ekki. En eftir því tók Þorsleinn, að stóri rumurinn gekk inn i herbergi þetta á hverju kvöldi og hverjum morgni. Þegar hann hafði verið þarna lengi nokkuð, spurði liann stóra jötuninn að, hvers vegna hann hefði fengið sér lykla að öllum herbergjunum, nema þessu eina, segir liann, að eins og hann sé trúr yfir því, sem liann hafi umsjón yfir, eins muni sér og vera trúandi fyrir þessu eina herbergi og því, sem í því sé. Hinn svarar, að þar sé ekkert í, og megi hann vita það, því hann sjái, að hann hafi trúað honum fyrir því, sem mikið sé í varið. Hætta þeir svo lalinu. Er þar stutt af að segja, að kóngs- son var þarna kyr i bænum í sam- fleytt 4 ár og fekk ærna kaup fyrir. Var liann þá með öllu hættur að minnast á herbergið góða og studdi það meðal annars að þvi, að risan- um likaði hverjum degi öðrum betur við hann. En það sem helst dró kóngsson til að vera hér svo lengi, var það, að hann var einmitt að sitja um tækifæri til að komast eftir, hvort alls ekkert væri í herberginu góða. Einu sinni að morgni dags er hann að hugsa nm þetta, sem oftar; tekur hann þá upp á þvi, að hann ber á dyr á bænum, hleypur síðan inn með öndina í hálsinum og lést vera hrædd- ur. Var hann með kökudeig í hend- inni, sem hann var að hnoða. Hann spyr risann, hvort þeir hafi ekki heyrt neitl. Þeir sögðu það vera og sögðust liafa lialdið, að það hefði verið eitthvert þrusk í honum frammi við. Hann sagði því fjarri fara, og sagðist ekki hafa þorað að fara til dyranna, en víst hefði einhver barið. Þeir sögðu, að liann hefði gert rétt í því, að fara ekki út. Ruddust þeir uú upp úr rúmum sinum, því þeir voru ekki komnir á fætur, risarnir, og hlupu lil dyranna liálfhræddir. Hafði þá slóri jötuninn óvart skilið eftir lykilinn að herberginu við höfða- lagið silt, og markaði kóngsson hann i snatri á kökudeigið. Komu nú ris- arnir inn aftur verri en sneyptir, því þeir liöfðu engan séð, sem ekki var heldur von til. Báru þeir það á Þor- stein, að liann hefði gert þetta til að gabba sig, en hann bar það af sér og sagði, að það hefði þá hlotið að vera einhver andi. Var svo því máli slept. Eftir þelta fór nú kóngsson að reyna til þess á daginn að smíða sér lykil eftir mótinu á kökudeiginu. Gekk það lengi mjög stirt, en tókst þó á endanum eftir langa mæðu. Komst hann þá inn í herbergið, en þar var niðamyrkur. Kveikir hann þá ljós og litast um. Sér hann þar þá mey eina festa upp á hárinu. Verður honum það tyrst fyrir, að hann leysir hana ofan, og spyr hana síðan um ætt hennar og uppruna. Fær hann þá að vita, að hún er kóngsdóttir, sem jötuninn mikli hafði stolið og vildi neyða til að eiga sig. En hún vildi það fyrir engan mun, og því pintaði hann hana svona. Var hún nú varla orðin annað en beinin tóm, því jötuninn svelti hana líka. (Framh.).

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.