Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.01.1916, Blaðsíða 10
8 UNGA ISLAND Hún las sig upp bergið stall af stalli, og komst að lokum upp á snösina, þar sem barnið hennar lá. Svo fór hún niður bergið aftur sömu leið, og komst heil á liúfi með barn- ið lifandi. Allir lofuðu hugrekki konunnar, og dáðust að því þreki, sem lnín hafði svnt i þessari glæfraför. Gela má þess, að örnin ræðst stund- um á fullorðna menn, og skal hér sagt eitl dæmi: í bæ einum í Noregi réðst örn á svín. Þegar svínið kendi arnarklónna, hrein það ógurlega; maður var þar skamt frá og hljóp svininu lil hjálp- ar. Þegar örnin sá manninn koma, slepti hún feng sínum, en tók kött, sem var þar nærri, og settist með hann upp í tré. Kisa bar sig mjög illa og veinaði. Maðurinn vildi hjálpa ketlinum, hljóp heim eftir byssu og kom að vörmu spori með hana; hugð- ist hann nú mundu vinna á örninni. Þegar hann kom að trénu, þar sem örnin var, og hún sá viðbúnað lians, slepli luin keltinum, rendi sér yfir manninn og læsti klónum í herðarn- ar á honurn. Þá kom maðurinn ekki byssunni við og tók að hrópa á hjálp. Menn voru þar nærstaddir og hjálpuðu manninum úr arnarklónum, og gengu svo frá henni, að hún ónáðaði engan framar. Sig. Hvanndal: Litli SÖflumaðurinn. Bókav. Sigf. Eymundssonar. Góð barnabók. Margt frumlegt og vel sagt í henni. Sé hér um frumsmíði að ræða hjá höf., má búast við góðu frá honum. Bókin er 82 bls. Kostar 75 au. Þvi miður kemur Unga ísland ekki til allra kaupenda sinna með sem bestum skilum. En við það getur afgreiðslan ekki ráðið. Blaðið er sent reglulega til allra kaupenda. Póstafgreiðslur eiga sök á þessum vanskilum, og ef til vill þeir, sem bera blöðin bæja á milli. Látið afgreiðsluna sem fyrst vita, ef þið fáið ekki blaðið. Jafnvægisinynd. Diskur er tekinn og setlur á örmjóan tein, senr stungið er ofan í tappa i flösku. Vandinn er að láta diskinn ná jalnvæginu. Góðir piltar og stúlkur! Styðjið að útbreiðslu Unga íslands. (Árgangurinn kostar 1,25 kr. Lesið síðasta tölubl. fyrra árg.). Utanáskrift: UNGA ÍSLAND. Póslhólf 327. Reykjavík. Útgetendur: Stelngr. Arnsou. Jörnndur Brynjólfsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.