Unga Ísland - 01.02.1916, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.02.1916, Blaðsíða 3
tíKGA ÍSLANB 11 »Eg er sterk og stór. Hvar sem þú fer, skal eg bera þig á örmum mín- um. Eg skal sýna þér alla þá undra fegurð, sem Sólheimar hafa að geyma. Eg skal segja þér hvað alt heitir og hvernig alt vex; og því skaltu njóta gleði um daga og drauma um nætur; og eg skal veita þér fæði og fóstur«. Loftið hvíslaði að henni: »Eg skal vernda þig fyrir eitruð- um gufum, sem stíga upp af fenjum og flóum. Eg skal veita streymandi lífslofti um þig alla. Eg skal kenna þér söng veifandi viðargreina. Leik- föng skal eg gera þér, sem íljúga og glitra í loftinu; og svífa með þig á vængjuðum skipum hvert sem þú vilt«. Vatnið suðaði í eyru hennar: »Eg vil lauga þig í hyljum mínum, svo að hörund þitt verði bjart, augu þín skínandi og lilátur þinn skær. Eg vil gefa þér að drekka úr silfur- tærum sikvikum lindum. Eg vil leiða þig um ljósgræn engi og binda þér sveiga úrsóleyjum. Árablöð og skrúf- ur skulu brjóta þér leið, livert sem þú vilt fara«. Þau létu ekki lenda við orðin tóm, þelta fór alt eins og þau höfðu sagt. Konungur álti enn þá einn fanga. Hann liét Eldur, hættulegur náungi og voða voldugur, en hann varð að vinna það sem honum var sagt, hjá þessuin nýja húsbónda. Hann var svo ofsafenginn og illur viðureignar, að hann var hafður afsíðis. Enginn nema herra Verkamaður mátti koma inn í fylgsni hans. Það var ráðstöf- un konungs, og lá vió dauðahegning, ef út af var brugðið. Telpukrakki einn var við hirðina. Enginn vissi um faðerni hennar, liún hafði fundist úti á víðavangi, og var höfð til smávika. Hún var gjörn á að gera það sem var bannað og var hún því nefnd Þrjóska. Hún leitaði eftir vinfengi kongsdóttur, en Varúð þjónustustúlka hennar og Viska fóstra hennar lögðust á móti því, svo að Þrá og Þrjóska voru sín á hverjum stað. Einn dag svaf Viska og Varúð lék sér við liðsforingja úr lífverðinum. Þrá fór þá út einsömul. Vikatelpan kom þá og baö hana að koma með sér. Þrá fór þá í hugsunarleysi með henni. Þær gengu nú saman og voru að masa og leika sér. Þá stakk Þrjóska upp á því, að þær gerðu það sem þeim hafði ver- ið bannað. »Sjáðu nú til«, sagði hún. »Þessi eldpúki, sem menn óltast, er ekkert hræðilegur. Hann er ynd- islegur piltur, og fallega búinn, og það er synd að fara svona með hann; eg hefi gægst inn til hans og séð hann. Komdu og vittu hvort eg segi ekki satt«. Þrá var fyrst hugsandi af þessum orðum Þrjósku. »Viltu koma mér til að launa svona þeim sem elska mig mest? Eg geri sjálfri mér vanvirðu með því að hlýða ekki því sem mér hefir verið boðið. En Þrjóska grátbað og Þrá lét undan. Þær gengu báðar að fylgsni Elds. Kongsdóttir virti hann fyrir sér, og henni viltust svo sjónir, að henni virtist alt satt, sem Þrjóska hafði sagt henni. Eldur stóð þar í gerfi glaðlegs unglings, klæddur eldrauð- um geislum settum tindrandi gim- steinum. Hann ávarpaði hana og sagði: »Nú getur þú séð, kongs- dóttir góð, að vinir þínir gera mér rangt til. Beittu nú valdi þínu. Segðu aðeins: »Vertu frjáls«, og fjötrarnir munu hrökkva af mér við liljóminn af rödd þinni. Og eg skal vera leik- bróðir þinn, þræll þinn. Enginn skal elska þig heitar eða þjóna þér betur«.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.