Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 19 þetta, en því meir sem eg hugsaði, því ruglaðri varð eg. Eg hafði eng- an til að leita ráða hjá. Félagar mínir þektu ekkert annað en veiði- mannalífið; af reynslu þekti eg heldur ekki annað, en hugur minn fór víða. Þegar eg var einn á veiði- ferðum, þá gleymdi eg veiðinni og sat tímunum saman á tréstofni og hugsaði málið. »Á eg að fara vestur með félögum mínum, eða á eg að sitja kyr? Geri eg það, þá fækkar um veiðina, og eftir nokkurn tíma hefi eg ekkert að gera. En á eg að vera veiðimaður alt af? Á eg að ganga með byssuna á öxlinni dag eftir dag alla mina æfi? Er eg ekki skapaður til einhvers betra en að laumast á eftir bjarndýrum og öðr- um skógardýrum ?« Sjálfsálit mitt játaði þeirri spurningu, og eg mundi, hvað eg hafði sagt systur minni, þegar eg var að fara að heiman. Og þetta veiðilíf var sannarlega ekki til þess að hefja mig til vegs og virðingar. Mér kom margt i hug, sem eg hvarf frá jafnharðan aftur. Loks afréð eg að læra lögfræði. Eg var að sönnu mjög fáfróður, en eg setti það ekki svo mikið fyrir mig. Eg hafði nú tekið fasta ákvörðun, og ekkert i heiminum gat hindrað mig. Eg hafði þá sannfæringu, að þeim manni væri óhætt að taka fyrir hvað sem væri, sem hefði óbilandi viljakraft og allgóða hæfi- leika. Með þessa setningu i huga byrjaði eg námið, og við hana hefi eg stuðst alla æfi mína. En hvernig átti eg nú að haga mér? Veiðum mínurn varð eg að hætta og flytja mig í einhverja borg, þar sem eg gæti gengið á skóla. En alt kostaði peninga. Eg athugaði efna- hag minn. Peningarnir frá föður mínum höfðu alt af legið óhaggaðir á kistubotni mínum, því í minni sveit var ekkert með peninga að gera. Eg var búinn að eignast mikið af skinnum; eg hafði skifti á þeim og hesti og öðrum nauð- synjum. Eg hafði von um að geta séð fyrir mér sjálfur, þangað til eg væri orðinn málfærslumaður. Eg sagði fóstra minum (svo kall- aði eg velgerðamann minn) frá þessari fyrirætlun. Hann hristi höfuðið yfir þeirri hugmynd að vilja yfirgefa skóginn, einmitt þegar eg væri að verða af- burðaveiðimaður, en hann reyndi ekki að aftra mér. í september steig eg á bak hesti mínum og lagði af stað; eg ætlaði að heimsækja Lexington, Frankfort og aðra bæi, til þess að finna góð- an stað, þar sem eg gæti byrjað námið. Og staðinn hafði eg valið áður en mig varði. Eg gisti um nóttina í Bardstown. Eg spurðist þar fyrir og komst að þvi, að eg gat fengið fæði og húsnæði hjá hjónum þar í bænum og þurfti ekki að borga nema l1/* dollar á viku, og að þessu gekk eg. Næsta morgun ætlaði eg svo heim, til þess að kveðja skóginn og veiðilíf mitt i síðasta sinn. Eg var búinn að borða morgun- verð og reikaði um gangstéttina framan við húsið, meðan verið var að sækja hestinn minn. Alt i einu kom eg auga á stúlku, sem sat við einn gluggann. Mér þótti líklegt, að hún væri gestur þarna í húsinu. Hún var forkunnar fögur, með jarpt hár og blá augu. Hún var í hvítum búningi. Eg hafði ekki séð neitt þvilíkt, síðan eg yfirgaf Richmond, og þá var eg of mikið barn til þess að verða hrifinn af kvenfegurð. Hún var svo yndisleg og svo gagn- ólik dætrum skógarins, sem allar

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.