Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 4
20 UNGA ÍSLAND voru afarhraustlegar og dökkar yfir- litum, og svo var búningurinn svo skinandi fagur. Eg varð svo skyndi- lega töfraður, að eg stóð agndofa. Hjai'ta mitt þráði að kynnast henni. En hvernig átti eg að ávarpa hana? Skógurinn var búinn að gera mig að hálfgerðum villimanni, og eg var alls ókunnur siðvenjum sam- kvæmislifsins. Hefði hún líkst skinn- klæddu skógardætrunum, þá hefði eg ekki hikað við að ávarpa hana; hefði jafnvel ekki hikað við það, þó að hún hefði verið eins falleg og systurnar með speglana. En hvíti kjóllinn, bláu augun, jarpa hárið — alt þetta töfraði mig, svo að eg varð næstum því hræddur. Eg veit ekki, á hvern hátt það hefir viljað til, að mig langaði alt í einu til að kyssa hana. Gamli kennarinn hans eftir Edna K. Wooleij. í stóru sjúkrahúsi í New York liggur háöldruð kona lílil vexti, grannholda og' livít fyrir hærum. Læknarnir segja, að þetta sé henn- ar síðasta lega. Það lítur ekki út fyrir, að hún eigi nein skyldmenni á lifi, og fáa vini á hún. En það er alt af Ijómandi fallegur, stór, nýr blómvöndur á horðinu hennar. Það er auðsjáanlega einhver, sem enn þá man gömlu kenslukonuna. Og það er enginn annar en yfir- lögreglustjórinn í hinni miklu borg. Fyrstu blómaöskjunum fylgdi bréf, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: »Kæra jungfrú E.!------Eg frétti það rétt núna, að þú værir ein af sjúklingunum í þessu sjúkrahúsi. Ef til vill manst þú nú ekki eftir mér, en eg skal ávalt muna þig. Eg var nemandi þinn fyrir mörg- um árum. Eg var óhreinn og illa til fara, skeytingarlaus og á leið til að verða mannhrak. Enginn skifti sér af mér nema til þess að sparka í mig og hóta að sækja lögregluna, ef eg hypjaði mig ekki. Eg kunni hvorki að virða Guð eða menn. Engum hafði fundist það ómaksins vert að skilja tilfinningar mínar fyr en eg kom í skólastofuna þína. Alt, sem eg er og vona að verða, á eg þér að þakka. Eg hefi haft marga kennara og lært margt gott af þeim, en það varst þú, sem fanst neist- ann af manngildinu í sál minni; þú kyntir þann neista og gafst honum viðhald. Þú lagðir grund- völl undir sálarþroska minn, kendir mér að trej'sta á hið góða og virða sjálfan mig og aðra. Guð blessi þig! Villie R,—« Tárin hrundu ofan fölu, hrukk- óttu kinnarnar og ofan á hréfið. Gamla kenslukonan geymir það undir koddanum; hún er alt af að þreifa eftir því með hendinni og þakkar Guði í hvert skifti. Henni þykir vænt um blómin, en þó miklu vænna um bréfið. Mér þætti líklegt, að meðal okkar væru fleiri, sem hefðu ástæðu til að senda slíka boðbera þakklætis- ins til einhvers gamals kennara, sem hefir unnið samviskusamlega að heill okkar og bíður einn og uppgefinn eftir sólarlaginu.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.