Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND. 23 Ivom það alloft fyrir þar, á með- an mikið var um björninn, að hann heimsótti nautgripahjarðir selbúa. Bolunum var mjög illa við þennan óvin sinn og hlupu oft í hóp á móti honum með hölvi og óhljóð- um. Bangsa leist stundum ekki á óaldarflokk þann og lagði á ílótta. En er nautin sáu, að hann var hræddur, sóttu þau því fastar eftir. Bangsi færðist þá i aukana og hljóp undan það er hann mátti í skóginn og lét hann gæta sin. Slapp hann oft með naumindum og varð að neyta allrar orku til að komast undan. Vildi hann ekki fá hornin á bolunum í afturendann á sér. Stundum hrá þó svo við, að hjörninn fór hvergi undan, þó bol- arnir kæmu. Hefir hann þá sjálf- sagt þóst matarþurfi eða verið gramt i geði, og enginn mundi þá hafa getað séð á honum hræðsln. Lagði hann þá til orustu við bol- ana. Voru þá uppi á honum allir endar. Og ekki endaði orustan fyr en nautin voru komin á ílótta og 8—10 naut lágu í valnum. Var bangsi þá allur hlóði drifinn. Var jafnan venja bangsa eftir slikan leik, að taka einn holann í fang sér og komast á afvikinn stað með hann og gera sér gott af hon- um. Björninn liggur í dái köldustu vetrarmánuðina. Hann á 3—4 húna venjulega. Lætur hann sér mjög ant um uppeldi barna sinna. Hefir hann oft hinna eldri not með fóstrið á þeim yngri. Skal sögð hér saga af því. Eitt sinn var náttúrufræðingur á ferð um Rússland. Sá hann þá til ferða bjarnar með tvo unga lnina og einn eldri. Björninn kom að stóru fljóti og synti þegar sjálfur yfir um. Elsti húnninn synti þegar á eftir, en yngri systkini hans stóðu vælandi á bakkanum og þorði ekki út i. Þegar húnninn kom yfir um, rak mamma hans hann aftur með harðri hendi til að sækja s)fstkini sin. Húnninn þorði ekki annað en htyða og sótti fyrst annan húninn og farnaðist vel. Svo fór hann eftir hinum, en er hann kom út í miðja ána, slepti hann honum. Húnninn var ekki sjálfbjarga á sundinu og mundi hafa farist, ef honum hefði hvergi komið að hjálp, og líklega hefir frændi hans ætlast til, að svo færi, hefir þótt nóg að sjá um einn, en mamman sá hættuna og hljóp til og bjargaði honum. En svo sagðist þeim frá, er þetta sá, að fáir mundu hafa kosið sér ráðninguna, sem krakkinn hirnunn- ar fekk fyrir að láta óvitann í ána. Ríkur skóli. Að öllum líkindum er Eton-skólinn á Englandi ríkasti skóli heimsins. Hann er nokkurra liundraða ára gamall. 1 skólanum eru meðal annara drengir af ætt konungs. Þar eru 16 ungir greifar. Þeir eiga um 600,000 ekrur af landi og 42 feg- urstu hallirnar í landinu. Einn af þeim á t. d. 6 hallir, sem eru 36 miljón króna virði, og auk þess á liann 7 liallir í íilandi.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.