Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.03.1916, Blaðsíða 8
24 UNGA ÍSLAND Kveðjur. Kínverjar taka ekki í hendina hver á öðrum jjegar þeir heilsast, heldur klappa sjálfir saman hönd- unum og veifa þeim. Þegar þeir sýna mikla kurteisi, hneigja þeir sig, eða þeir krjúpa á kné, svo að þeir snerta jörðina með enninu. Mæðurnar kyssa ekki börn sín, heldur þefa af þeim. Á Fidji-eyjunum heilsast menn á þann hátt, að klóra nefið hver á öðrum, og ef kveðjan er mjög ást- úðleg, þá klóra þeir hver öðrum á maganum. var vinur miljónamannsins. Brynj- aður með nafnspjaldi frá þingmann- inum kom hann enn einu sinni að húsinu og fékk þá áheyrn. »Vitið þér það, ungi maður!« sagði miljónamæringurinn, »að 16 menn hafa komið hingað í dag í sömu erindagerðum og þér, og öll- um hefir verið vísað burl?« »Eg ætti nú að fara nærri um það, herra minn! því þessir 16 menn voru engir aðrir en eg sjálfur«. * Npakmæli. Tár eigingirninnar brenna jarð- veg hjartans, en tár ástarinnar vökva hann og frjóvga. Bræði er ekki andlegur kraftur, heldur veiklun viljans og tauganna. Þolinmæðin er hin sanna karl- menska. Við getum ekki ávalt forðast yfir- sjónir annara, en við getum ávalt forðast okkar eigin yfirsjónir, el' við keppum alvarlega eftir því. Skrítlur. Fréttaritara einum var falið að hitta miljónamann einn viðvíkjandi stjórnmálum. Eftir margar árang- urslausar tilraunir gekk fréttaritar- inn frá húsinu til þingmanns, sem Sveinbjörn Albertsson Neðstabœ, Blönduósi, óskar eftir bréfaviðskiftum við pilta á aldrinum 15—20 ára. Útgefendur: Stoingr. Arason. Jörnndnr Brynjólfsson. Myndagátur. Mannsnafn. Hlutarnafn. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.