Unga Ísland - 01.04.1916, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.04.1916, Blaðsíða 5
tJNGA ÍSLAND 29 sína, »hjúfrið ykkur saman og hafið hljótt. Þessi fylking getur gengið of- an á okkur. Þetta eru hermenn og stór hópur hálfviltra manna«. Alt i einu setti fuglinn hljóðan. Hann gléymdi nærri hættunni sem yfir honum vofði. Svo hljóp hann niður i hreiðrið og þandi út vængina yfir ungana sína. »I3etta er voðalegt«, mælti fuglinn, »eg vildi að enginn sæi þessa sjón. Parna er komið með þrjá öbótamenn, sem á að krossfesta«. Fuglinn þandi út vængina svo að litlu ungarnirsæu ekkert. Þeir heyrðu að eins hamarshöggin og kvalavein- in og tryllingsóp mannfjöldans. Rauðbryslingurinn gælti nákvæm- iega að hvað gerðist. Hann gal ekki horft á annað en þessa þrjá óláns- sömu menn. »Ó, hvað mennirnir eru harð- hrjósta«, mælti hanu og slundi við. »lJeim nægir ekki að negla þessa veslinga á krossinn, til að auka kval- irnar hafa þeir setl þyrnikórónu á höfuðið á einum þeirra. Eg sé að þyrnarnir hafa slungist i ennið á honum, svo að blóðið drýpur niður um hann. I’ó er þessi maður svo sakleysislegur. Augnaráð hans er svo undurmilt, að öllum ætti að þykja vænt um hann. I5að er eins og lagt sé i gegnum hjarta mitt, er eg sé að hann kvelst«. Illutlekning lilla fuglsins varð enn meiri með hinum þyrni krýnda manni. »Ef eg væri eins sterkur og örn- inn, skyldi eg draga naglana úr hönd- um hans og beita klónum minum á mennina, sem eru að kvelja hann og reka þá alla á flótta«. Og' er fugl- inn sá að hlóðið rann niður ennið á hinum krossfesta, gal hann ekki lengur haldið kyrru fyrir. »Þótt eg sé lítill og þróttlítill fugl, get eg ef til vill eitthvað gert fyrir þennan hrjáða mann«, hugsaði fugl- inn. Hann yfirgaf hreiðrið og sveif í kringum krossinn og hinn kross- fesla. Hann sveif nokkrum sinnum í kringum krossinn. Hann þorði ekki að koma mjög nærri, því hann var svo undur máttlítill fugl, og hafði aldrei þorað að koma nærri manni. En svo hleypti hann í sig kjarki og llaug fast að hinum krossfesta og dró þyrnibrodd úr enni hans. En um leið og hann gerði það, féll blóðdropi af hinum krossfesta á brjóstið á litla fuglinum. Hinn kross- festi bærði varirnar og hvislaði að fnglinum: »Fyrir hjartagæsku þina, skal þér veitast það sem þú og for- feður þínir hafa sókst eftir frá upp- liafi veraldarxc. Þegar fuglinn kom aftur i hrciðrið sitt, sögðu ungarnir við hann: »Brjóst- ið á þér er rautt. Eiðrið á bringunni á þér er rauðara en rósir«. »Það féll á það blóðdropi af enni veslings mannsins«, mælti fuglinn. »Hann hverfur ef eg þvæ mér í lind eða læk«. En hvernig sem litli fuglinn bað- aði sig hvarf ekki rauði liturinn af brjóstinu á honum. Og þegar ungarnir hans voru full- vaxnir voru fjaðrirnar á bringunni á þeim blóðrauðar, eins og þær eru á öllum rauðbrystingum enn i dag. iEskuviðburðir. Eflir Irwing. (Frh.) ---- Mér var það fullljóst, að þeirrar náðar mundi eg ekki verða aðnjót- andi, fyr en eftir langan kunnings- skap. En með ráni og gripdeildum sá eg að mér mundi auðnast það.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.