Unga Ísland - 01.04.1916, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.04.1916, Blaðsíða 8
32 UNGA ÍSLAND alla nýrra kaupenda; á þann hátt geta þeir dálítið dregið úr hinum aukna kostnaði við útgáfuna, og því meira því fleiri kaupendur sem þeir útvega. Margir hafa nú þegar útvegað marga nýja kaupendur og eru þeim hér með tjáðar bestu þakkir fyrir, en vonandi verða lleiri til að fjölga kaupendum. Gjalddagi ITnga íslands er í maí. Þeir sem haía greitl and- virði blaðsins fyrir lok mánaðarins, og eruþá skuldlausir, fá stofumyndina af Matthíasi Jochumssyni. Afgreiðsla Unga íslands er í f’ingholtsstræti 26 (uppi). a Ráðningar á myndagátunum i 3. tölublaði. Rósamunda. Barnaleikfang. Skrítlur. Gamlir veiðimenn voru að segja frá svaðilförum sinum í skógunum. Loks stóð gamall síðskeggur upp og sagði: öHerrar mínir! Þið liaíið sagl margar góðar sögur, en nú ætla eg að segja ykkur eina sem ekki er minna um vért. »Eg var að fást við þann stærsta villiuxa, sem sést hefir þar norður í skógunum. Einmitt þegar eg ætlaði að fara að skjóla hann, þá fann eg að eg var orðinn skotfæralaus. Eg fór að hugsa um konuna mína og börnin heima, og tárin komu fram í augun á mér. Þau runnu ofan í lófa mina og frusu og urðu eins og steinar, eg var þá elcki seinn á mér, hclti þeim upp i hlaupið og hleypi af, og boli lá«. Lítil slúlka var send á prestssetrið, og var boðið að borða. Þegar presturinn var búinn að Iesa borðbænina sagði stúlkan: »Ekki fer liann pabbi svona að þvi að lesa borðbænina«. »Hvernig gerir hann það, barnið mitt?« »Hann segir bara: Hamingjan góða, en sá matur«. Of fljótt. »Hugsaðu þér það, Villi, eftirtvo mánuði eru jólin komin«. »Eg þarf þá ekki að byrja strax á að verða góður, mamma, eða þarf eg þess?« »Heldur þú, Pétur, að allir séu fæddir til frelsis og jafnréttis ?« »Eg held nú ekki; eg get lekið dæmið af sjálfum mér. Eg er eini drengurinn sem móðir mín á, en eg á 5 systur. Og hver mundi geta nolið jafnréttis í minum sporum?« Myudagátn. Hlutarheili. Útgefendur: Steingr. Arason. Jörnndur Brynjólfsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.