Unga Ísland - 01.06.1916, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.06.1916, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND. 43 félagsskap kvenna, en hingað til hafði eg aðeins kynst sveitastúlkun- um í skóginum, og jafnan stóð mér virðingarblandinn ótti af velbúnum konum. Tvær eða þrjár giftar kon- ur höfðu heyrt til mín á fundinum, og kom þeim saman um að eg væri afbragð annara manna, og af- réðu þvi að koma mér inn i félags- lifið. Viðkynning þeirra gerði mig bæði ófeimnari og látprúðari en eg hafði áður verið. Kvöld eitt heim- sótti eg eina af þessum konum. Mér til óvæntrar undrunar mætti eg þar fallegu stúlkunni bláeygu, þeirri, sem eg hafði sýnt ókurteis- ina forðum. Húsfreyjan kynti okkur hvort öðru, eftir öllum reglum kurt- eisinnar. Ekki sýndum við nein merki þess, að hafa sést fyr, nema hvað við roðnuðum bæði út undir eyru. Meðan borið var á borð gekk húsfreyja út til þess að ann- ast búverk sín. Aldrei hefi eg verið í vandræða- legra ástandi á æfi minni. Eg hefði feginn gefið aleigu mina, til þess að vera kominn í instu afkima skóg- anna. Mér fanst eg mega til að af- saka fyrri ósvífni mina, en eg átti hvorki tök á orðum né hugsunum. Ástand mitt versnaði með hverju augnabliki. Mér lá við að fara eins að og þegar eg rændi kossinum, nefnilega að flj'ja burt, en þorði ekki að róta mér, þvi eg vildi fyrir hvern mun ná hylli hennar. Eg sá að henni leið engu betur en mér. Við það óx mér svo kjarkur, að eg herti mig upp og gekk til hennar og sagði: »Eg er í voðalegum vandræðum, eg get ekki fundið upp neitt til að segja við þig, viltu ekki sýna mér meðaumkun og hjálpa mér«. Hún leit upp hikandi. Feimn- isbros lék um varirnar, sem gaf til til kynna skringilegar endurminn- ingar. Við fórum bæði að hlæja og eftir það gekk alt vel. Nokkru siðar mætlumst við aftur á dansleik. Þar endurnýjaði eg kunningsskap okkar. Eg reyndi að sjá hana svo oft sem eg gat, og áð- ur en eg var nítján ára vorum við trúlofuð. Eg leitaði eftir samþykkis móður hennar. Hún var ekkja. Það leit út fyrir að hún hikaði við að gefa það. í fljótfærni minni sagði jeg henni að ekki væri til neins fyrir hana að ætla sér að standa á móti giftingu okkar, því ef dóttir hennar vildi eiga mig, þá giftist eg henni hvað sem ættmenni hennar og allur heimurinn segði. Hún hló og sagði, að eg þyrtti ekki að taka þetta svona alvarlega, þvi að hún mundi ekki leggjast á móti vilja okkar, það eina, sem hún hefði á móti þessu, væri að eg hefði ekki elni á að sjá fyrir konu, og að hún hefði ekkert til að gefa dóttur sinni. Þessi athugasemd hafði engin áhrit á mig, eg var borinn á vængj- um vonarinnar, og hræddist ekkert. Okkur kom saman um að eg skyldi halda áfram náminu og fá leyfi til að flytja mál, svo þegar eg væri orðinn málfærslumaður, þá skyldum við halda brúðkaupið. Eg tók nú aftur til óspiltra mála við lögfræðisnámið. Eg sökti mér niður i bækurnar með nýjum á- huga. Þá fekk eg bréf frá föður minum. Hann hafði frétt af mér, og var ánægður með veginn sem eg hafði valið. En sagði að mig vant- aði almenna þekkingu. Hann kvaðst vilja borga kostnaðinn, ef eg vildi ganga á skóla. Eg fann sjálfur að mig vantaði menlun, og þetta til- boð freistaði mín, en á hinn bóg- iun saknaði eg að hverfa frá fyrir- ætlun minni. Eg talaði við unnustu mína um þessa fyrirætlun. Hún

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.