Unga Ísland - 01.06.1916, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.06.1916, Blaðsíða 5
UNGA ISLAND 45 Grána. Fyrir nokkrum árum var bóndi úr Borgarfirði á ferð um baust á Norðurlandi. Reið hann grárri hryssu sem hann átti. Dag einn fekk bóndi hið versta veður, blind hrið er á daginn leið. Bóndi var ókunnur á þessum slóð- um, og er dimt var orðið, bæði af hriðinni og nóllu, viltist hann og vissi ekki hvað hann fór. Langt var til næsla bæjar og leist bónda ekki á blikuna. Ivom honum þá til hug- ar, að lála fyrirberast þar sem hann var kominn, en þóttisl þó sjá á að- förum hríðarinnar, að hann mundi ekki lifa af nótlina, því hann var illa klæddur og blautur úr hriðinni, en hörku frosl komið. Sá hann, aðefhannælli að kom- asl lifs af, yrði hann að láta Gránu ráða ferðinni og sjá svo hvernig færi. Lét hann nú Gránu eina um slefn- una. Leið svo kvöldið að bóndi vissi aldrei hvað hann fór, en altaf hélt Grána áfram. í vökulokin nam hún slaðar við bæjarvegginn á bæ einum. Bóndi drap þar á dyr og baðst gistingar. Var honum veitl hún og hinn besti beini. Daginn eflir var hin versta hríð. Bjargaði Grána þannig lífi hús- bónda sins. í annað sinn bjargaði Grána lífi hans, en frá því verður ekki sagl að þessu sinni. Bóndi hefir jafnan haft miklar mætur á Gránu, en ekki minkaði dálæli hans á henni eftir þetla. Er mynd þessi af Gránu og bónda. Er Grána, þegar þessi rnynd var tekin, komin yfir tvílugt. iier hún þó þess ekki merki, og má af því sjá, að vel hefir verið farið með hana, enda hefir hún líka vel laun- að eldi sitt. Er það og reynsla allra manna, er vel fara með skepnur, að þeir hljóla mestan arð og gæfu af þeim, því belur sem þeim farn- ast við þær.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.