Unga Ísland - 01.07.1916, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.07.1916, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 53 Alla leiðina var eg að hugsa um hve gaman væri að segja konunni minni þetta, og hvað það mundi koma henni á óvart, þvi hvorugt okkar bjóst við betra, en að eg mundi eyða peningunum, sem eg fekk að láni, og koma svo heim skuldugur. Eg þarf ekki að lýsa því, hvað heimkoman var á- nægjuleg. En eg stældi Indíána, sem kemur af veiðum, og er þögull, og talar ekki um afreksverk sín lengi fyrst. Konan mín raðaði snolurlega á borðið öllu þvi besta sem hún átti. En eg settist út í horn og raðaði peningunum á^borð- skritli sem stóð þar. Pegar eg var að telja þá, kom konan mín og spurði mig, fyrir hvern eg hefði inn- heimt alla þessa peninga? »Auðvitað fyrir sjálfan mig«, sagði eg. Hún horfði á mig efablandin. Eg reyndi að hafa vald yfir mér og leika Indiánann, en tókst það ekki. Tilfinningar mín- ar urðu mér yfirsterkari. Eg tók hana i faðm minn hló og dansaði um alla stofuna. Upp frá þessu þurftum við aldrei að kvíða skorti. Endir. Sannleikurinn er sagna bestur. (Sönn saga). Einu sinni var ferðamannalest (Karavani) að ferðast um hina miklu eyðimörku Sahara i Afríku. Úlfald- arnir voru orðnir þreytlir og þyrsl- 3. myncl. ir og teygðu höfuðin í áttina til næsta grashólma, sem þeir vissu að var í nánd. Þegar þangað kom, var flutningurinn tekinn af þeim og þeim slept. Grashólmi þessi var óbygður. Ferðamennirnir voru sofnaðir. Ekkert rauf hina miklu þögn er hvíldi yfir öllu. Alt i einu heyrðist hávaði. Ferðamennirnir þutu upp, en er þeir komu í tjaldsdyrnar mættu þeim siðskeggjaðir og illilegir menn á hvítum kyrtlum. Þetta voru eyði- m er k u r r æn i ng j ar. Þeir neyddu ferðamennina til að láta af hendi alt fémætt. Drengur nokkur var með kaup- mönnunum. Hann létu þeir í fyrstu hlutlausann. Loks gekk einn að honum og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.