Unga Ísland - 01.07.1916, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.07.1916, Blaðsíða 6
54 UNGA ISLAND mælti: »Heíir þú nokkra peninga?« »Já, þeir eru vaí'nir innan í vefj- arhöttinn minn«. Ræninginn hló og gekk burtu. Svo kom annar ræningi og alt fór á sömu leið. Þeir sögðu hinum ræningjunum frá því og þeir hentu gaman að drengnum. Loks kom foringi ræningjanna, gamall og gráhærður Beduini. IJann spurði drenginn hvort hann hefði peninga. Drengurinn svaraði því sama og hann hafði svarað hinum. Ræninginn lók vefjarhöttinn og fann i honum 50 peninga. Hann var forviða, og spurði dreng- inn hverju það sætti, að hann hefði farið að segja frá þessum fáu aur- um sínum. Drengurinn mælti: »EiTendi(herra)! Þetta er arfur minn eftir móður mína, er dó fyrir nokkrum dögum. Þegar hún dó, mælti hún við mig: »Að síðuslu verður þú að lofa að halda alt sem þú hefir lofað mér, sem sé að vera góður drengur og segja aldrei ósatt. Þá mun þér ganga vel«. »Svo dó hún, og eg hefi ætlað mér með hjálp guðs, að halda það«. Ræningjarnir þögðu um stund. Loks tók foringinn til máls og mælti: »Þið hafið fylgt mér og þol- að sælt og súrt með mér og eg vona að þið gerið það áfram. Orð þessa litla drengs, hafa haft þau áhrif á mig, að eg ætla að verða góður og nýtur maður eftir fremsta megni«. Ræningjarnir fylgdust síðan með kaupmönnunum til næstu borgar og þar byrjuðu þeir nýtt líf. — — — Drengur sá, sem þessu kom lil leiðar, með sannsögli sinni, hét Abd-el-kader. Hann varð seinna frægur maður fyrir það, hve hreysti- lega hann varði föðurland sitt Alzír fyrir yfirgangi Frakka. Hann var íæddur 1807 og dó 1883. Hann var lekinn til fanga 1847, en slepl aftur 1852. Þegar Duesarnir*) gerðu upp- reisn' 1860 varði hann hina Kristnu þótt þeir hefðu tekið hann til fanga. Áfengi bragðaði hann aldrei, enda bannaði trú hans, — Mohameds- trúin — honum það. Héndrik Siemsen. Gullna snertingin. Eptir Haw Thorne. Frh. — Þeir menn sem ekki reyna að verða vitrari með hverjum deginum sem líður, verða allaf heimskari og heimsk- ari. Svo fór og fyrir Midas konungi. — Hann var seinast orðinn svo, að liann vildi ekki snerta neinn hlut, nema hann væri úr gulli. Hann geymdi fjársjóðu sína i dinnnu og draugalegu jarðhúsi undir höllinni; þarna var liann daglega einsamall; ef hann vildi gera sér reglulega glaða stund, þá fór hann þarna niður. Hann læsti vandlega eftir sér, lók svo annaðhvort stóran poka fullan af gullpeningum, gullbikar sem var eins og þvoltabali á stærð, þungar gull- tangir eða gulikvartil full af gulldufti og bisaði því fram á mitt gólfið, *) Pjóð, sem býr i vesturhluta Liban- ons og Antilibanon. Þeir eru 80,000 að tölu. Trú peirra er blendingur af Moham- edstrú, Ivristinni trú og Gyðingatrú. Fcir hata alla sem liafa önnur trúarbrögð. í maímánuði 1860 réðust þeir á kristinn þjóðllokk, er Maronítar nefnist og drápu þá niður i hrönnum. í október sama ár, gat herlið samt stilt þá til friðar.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.