Unga Ísland - 01.08.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.08.1916, Blaðsíða 4
60 UNGA ÍSLAND fer að geta lesið fyrir mig áður langt líður«. Midas konungur var svo hrifinn af gæfu sinni, að honum fanst að höllin ekki rúmaði sig lengur. Hann hljóp því niður stigann. Bros lék um varir konungs, þegar hann sá að handriðið varð að skýru gulli, þegar hann færði hendina eftir því. Hann lyfti hurðarlokunni (hún hafði verið úr kopar, en var nú gull) og og gekk út i garðinn. Ótal rósir stóðu hér í fullum hlóma. Unaðssælan ilm lagði af þeim i morgunblænum. Það var hin feg- ursta sjón að sjá þær roðna dögg- votar við sólarylinn. Þær voru í- mynd hreinleikans og sakleysisins. En Midas kunni ráð til að gera þær langtum dýrmælari, en nokkur blóm höfðu nokkurn tíma verið að hans dómi. Hann lagði mikið á sig að breyta þeim öllum í gull með töfrasnertingunni. Óþreytandi gekk hann frá einu blóminu að öðru, þangað til hver einasta blómkróna, blöðin, leggirnir, jafnvel skordýrin á milli blaðanna, alt var orðið að glerhörðu glóandi gulli. Um það hil að þessu góða morg- unverki var lokið, var kallað á Midas konung lil morgunverðar. Morgunloftið og hreyfingin hafði gefið honum ágæla matarlyst, svo að hann ílýtti sér inn í höllina aftur. Eg veit ekki almennilega hvernig vanalegur konungs morgunverður hefir verið á þeim dögum, og eg má ekki vera að hælta við söguna, til að grafast eftir því. Eflir því sem eg ímynda mér, hefir það þennan morguninn verið hrennheitt brauð, nokkrir lillir fall- egir lækjasilungar, steiktar kartöfl- ur, ný soðin egg og kaffi handa kongi sjálfum, og brauð og mjólk i skál handa Gullbrá dóltur hans. Að minsta kosti er þetta morgun- verður, sem hverjum konungi er hoðlegur, og hvort sem Midas kon- ungur hefir nú hafl þetta eða ekki, þá hefir hann að minsta kosti ekki haft neitt betra. Gullbrá litla hafði ekki sést enn þá, svo að kóngur sendi eftir henni; hann seltisl nú við borðið og beið dóltur sinnar. Það mátti Midas eiga að hann elskaði dóttur sína. Þenn- an morgun elskaði hann hana meira en nokkru sinni fyr, vegna gæfunn- ar sem honum hafði hlolnast. Ekki leið á löngu fyr en konungur heyrði hana koma hágrátandi. Þetla kom flatt upp á konung, því Gullhrá var það glaðlyndasla barn, sem noklc- urntíma liefir leikið sér um sólbjart- an sumardag, og ekki feldi hún Jleiri tár á tólf mánuðum en kom- ast mundi í fingurhjörg. Þegar ar Midas heyrði grátinn, þá hugsaði hann sér að koma henni í betra skap, hann seildist yfir borðið og snerti skálina hennar (hún var úr postulíni og fallegar myndir alt í kring) og breytti henni í glóandi gull. Dyrnar opnuðust og Gullbrá kom i Ijós; hún hélt svuntunni upp að augunum, og ætlaði að springa af ekka. (Frh.). Rauður. Á bæ einuni i Borgarfirði var rauður heslur, sem notaður var til aksturs. Bauður var stór og sterk- ur og þótti ágætur til þessa slarfa. Eitt sinn var hann lánaður i vega- vinnu yfir sumartimann. — Verk- stjórinn kunni vel við Bauð. Hann var duglegur og þægur við vinnuna.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.