Unga Ísland - 01.08.1916, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.08.1916, Blaðsíða 5
UNGA ISLAND 61 Engin merki sáust'til þess á Rauð aó honum leiddisl í vegavinnunni eða að hann kynni illa við starfann. Sumarið eftir ætlaði verkstjórinn að fá Rauð í vegavinnu. Þegar verk- stjórinn kom heim á bæinn, sem Rauður álti heima á, var klárinn sóttur og járnaður í skyndi. Þegar húið var að járna hestinn, hélt verkstjórinn af slað og gisti á bæ við Holtavörðuheiðina. Verk- stjórinn var með marga hesta og voru þeir heftir um kvöldið i mó- unum utan við túnið, og þar voru þeir allir er menn lögðust til svefns. Árla morguns var farið að gá að hestunum og voru þeir þá allir nema Rauður, hann sást hvergi. Var þá farið að leila. Bjuggust menn við því að Rauður hefði strok- ið heim. Langt var heim til Raúðs og yfir stór á að fara,' Hvítá, og fyrir því þótti ólíklegt að hann hefði getað komisl heim, á ekki lengri tíma. Saml var hans leilað rétt heimundir bæinn, en þá hvarf leií- armaðurinn aftur. Svo leið dagurinn fram til kl. 4 að hvergi fanst Rauður, og hafði hans þá verið mikið leitað, var leit- inni þá hæll og lögðu vegamenn- irnir af stað norður yfir heiði. Ivlukkan 6 Um kvöldið stóð Rauð- ur upp í móunurn tyrir utan túnið, þar sem hann hafði verið heftur kvöldið áður. Einsætt þótti að Rauður hafði gert þelta af slægð til þess að sleppa við erfiðið í vegavinnunni. Rauður var lekinn úr haftinu og labhaði hann þá heim til sín. Eig- andi hans er mesti dýravinur og gaf ekki kost á honum oftar í vega- vinnu. Styrktarmenn Unga fslands. Hjörlur Hjálmarsson, Ræ í Skaga- firði, er einn af ötulustu styrklar- mönnum Unga íslands. — Hann er 12 ára gamall og hefir nær tvo tugi kaupenda. Má það mikið kalla, þar sem strjálbýlt er. Því miður þekkir Unga ísland hann ekki, svo að það geti sagt nokkuð gjör frá honum; en sagl getur það það af eigin reynd, að Hjörtur litli er skilvís og áreiðanlegur, og munu fieiri mannkostir fara þar eftir. Vonandi fóslrar þar ísland góðan son, er því má síðar lil gagns og sóma verða. Melónan. Herragarðseigandi sendi einu sinni einn af þjónum sinum með feikna stóra melónu til herlogafrúar. Á leiðinni langaði þjóninn ósköp

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.