Unga Ísland - 01.09.1916, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.09.1916, Blaðsíða 2
66 UNGA lSLAND greitt færi gafst að koma orðsending- unum skjótt og skilvíslega. Á landi fara póstflutningar fram á járnbrautarvögnum og bifreiðum, þar sem við verður komið, eða þá á hestum, eins og hér á íslandi, og í heitu löndunum á múlösnum, fílum og úlföldnm. Stundum verða gang- andi menn að bera llutninginn og er það altítt hér á landi á velrardag þar sem snjóþungt er eða hestum verður ekki við komið. Þá má einnig nefna póstflulning í loflinu. Síðan menn lærðu fluglistina hafa verið teknir upp póslflutningar milli einstöku staða á loftförum og flugvélum. Þó eru þesskonar póst- ferðir enn þá meir framdar til frægð- ar og af nýungagirni, en til gagns- muna, enda hefir styrjöldin mikla mjög úr þeim dregið, því að stór- þjóðirnar þurfa flugvéla sinna með við hernaðinn. — Altítt er að nota dúfur til þess að flytja bréf eða skeyti milli fjarlægra staða. Þarf þá að taka bréfdúfurnar úr átlhögum þeirra og hafa þær þangað, sem skeylið á frá að sendast. Skeylið er vafið saman og fest við stél dútunnar, eða um háls henni, og síðan er henni slept. Flýgur hún þá rakleitt heim lil sín. Hér sjáið þér mynd af einkenni- legum póstflutningi á Indlandi. Pósl- flutningur fer þar ftam á margvís- legan hált, því að landið er íurðu- lega stórl og landshættir og menning næsta breytileg. Búa þar margar þjóðir og ólíkar, svo að alls eru þar talaðar nær tvö hundruð tungur. Um fjölbygðustu héruðin liggja járnbrautir og akvegir, en á óðrum stöðum eru óruddar eyðimerkur og illkleif fjóll yfi'r að fara. Verður þar margur far- artálmi: óargadýr, sligamenn, felli- byljir með þrumum og eldingum, drepsóttir, skriðuhlaup og vatnsföll. Á slikum háskaslóðum kemur sér betur, að póslarnir sé ráðsnjallir menn og óruggir að hreysli og harð- fengi. Póstar þessir eru kallaðir »hlaup- arar«. Þeir eru klæddir hvítum baðm- ullarfötum, sem ná niður undir hné. Rauðan dúk hafa þeir bundinn að höfði sér, girtir leðurbelti. Þeir fara oftast fleiri en einn saman og ber þá annar póslsekkinn, ef tveir eru sam- an og lítið er um ílulning, en hinn hefir reiddan brand um öxl til þess að verjast villidýrum og ránsmönn- um. Oftast eru þó báðir eða allir vopnaðir og hafa spjót á bambus- sköftum. Festa þeir sekkinn við skaft- ið og reiða um öxl sér, en á neðri enda skaftsins eru dynbjöllur og trúir alþýða, að hljómurinn fæli á burt illa anda og óarga-dýr. »Hlauparar« bera oft sexfjórðunga bagga og fara þingmannaleið á dag. Stundum annast konur brcfaburð- inn. Er í frásögur fært um gamla konu, sem hafði annast bréfaburð um bygðarlag nokkurt um tultugu ár. Hiín kunni hvorki að lesa né skrifa, en þegar hún tók við bréfi lét hún lesa fyrir sig nafn og heim- ilisfang viðtakanda og brást aldrei, að hún kæmi því til skila. Sumslaðar er póstfarangur flullur á fílum. Koma þeir einkum að góðu haldi í blaulum og mýrlendum hér- uðum, en þau eru víða, og verða pósthúsin að standa á stólpum. Fíl- arnir ösla furðuvel yfir fen og flóa, þótt þeir séu býsna skrokkþungir. — Á myndinni sjást tveir »hlauparar« og fara þeir með fil fram bjá höll nokkurri. Fíllinn ber stóra körfu á baki sér og framaú undir henni húkir maður sá, er fílnum stjórnar. Oft ráðast stigamenn á póstana og ræna þá fé og fjörvi, ef þeir fá við komið. Stundum ráðast og illvirkjar á pósthús á afskeklum stöðum og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.