Unga Ísland - 01.09.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.09.1916, Blaðsíða 4
68 UNGA ÍSLAND lykt af þeim lengur; af hverju ætli þetta sé, pabbi?« Midas fyrirvarð sig að játa, að hann væri valdur að þessari breyt- ingu, sem angraði hana svona mikið. »Elsku litla stúlkan mín, vertu ekki að gráta út af þessu, sestu niður og borðu brauðið þitt og mjólkina. Þú kemst að raun um, að vandalítið er að hafa skifti á þessari gullrós (sem endist í hundrað ár) og reglulegri rós, sem visnar á einum degi«. »Eg kæri mig ekki um svona rósir«, sagði Gullbrá og henti henni fyrir- litlega frá sér, »það er engin lykt af henni, og glerhórð blöðin á henni rífa mig í neíið«. Litla stúlkan setlist nú við bovðið, en hún var svo sokkin niður í harma sína, að hún tók ekki eftir hvernig skálin hennar var orðin. Það hefir líklega verið hepni, því hún var vön að hafa gaman af að skoða mynd- irnar á henni, húsin og trén og margl fleira. Það var nú alt horfið, og ekkert að sjá nema gulan málminn. Midas helti nú kaffi í bollann sinn. Úr hvaða efni sem kannan hefir verið, þegar hann tók hana, þá var hún orðin að gulli, þegar hann setli hana frá sér. Honum dalt i hug að það mundi verða kallaður oflátungs- skapur af sér, sem væri vanur að hafa alt óbrolið, að vera alt í einu tekinn upp á að nota gullborðbúnað. Honum fansl það mundi líka verða nokkuð örðugt fyrir sig að varðveita alla þessa dýrgripi, ekki mundi nú óhætt lengur að geyma þá í skápn- um og eldhúsinu eins og að undan- förnu. í þessum hugsunum lók hann kaffi upp í skeiðina, bar hana upp að vörunum og saup úr henni. En bill varð honum við, þegar kaffið snerti varir hans, því það hafði á vetfangi breyst í bráðið gull, sem harðnaði svo og varð að gullmola. »Æ, æ«, sagði Midas konungur. »Hvað gengur að þér, pabbi minn?« sagði Gullbrá, og starði á hann tár- votum augunum. »Ekkert, barn, ekkert. Borðaðu mjólkina þína, áður en hún verður alveg köld«. Hann tók einn af fallegu litlu silungunum upp á diskinn sinn og snerti hann með fingrinum, eins og hann væri að vita, hvernig hann væri viðkomu. Sér til skelfingar sá hann, að á diskinum var ekki lengur fallegur steiktur silungur, heldur gull- fiskur. Þetta var þó ekki gullfiskur eins og menn hafa á vatnsflöskum á borði. Nei, það var reglulegur málm- fiskur, sem leit út eins og hann hefði verið haglega gerður af bestu gull- smiðunum í heiminum. Litlu beinin í honum voru nú orðin að gullvír. Uggarnir og sporðurinn voru orðnir að gulltöflum, og þarna var farið eftir gafi'alinn. Þetta var Ijómandi eftirlíking af fallega steiktum silungi, gerð úr málmi. Hagleiks smíði, eins og þið getið ímyndað ykkur. En Midas konungur hefði nú samt held- ur viljað hafa virkilegan fisk á disk- inum sínum, en þessa nákvæmu eft- irlikingu. »Eg sé annars ekki fram á að mér gangi vel að ela morgunmatinn«, sagði hann við sjálfan sig. Hann tók nú rjúkandi heila köku af diskinum, en ekki hafði hann brotið hana fyr en fannhvíll hveitið varð gult eins og maís-mél. Sannast að segja hefði Midas kon- ungur þakkað guði fyrir, ef þetta hefði verið virkileg maís-kaka, en því var ekki að heilsa, þungi hennar og þéttleiki sannfærði hann um, að hún væri orðin að gulli. í örvænt- ingu sinni þreif hann egg, en á vet- fangi breyttist það alveg eins og sil- ungurinn og kakan höfðu gert. Það hefði mátt ímynda sér, að þetta egg

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.