Unga Ísland - 01.09.1916, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.09.1916, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 69 væri eitt af þeim, sem undra-gæsin í æfintýrinu var vön að verpa, en Midas konungur var sú eina gullgæs, sem fjallað hafði um þelta egg. »Mikil dauðans vandræðk, sagði Midas konungur. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði nærri því öfundaraugum á Gullbrá litlu, sem var nú að borða brauðið og mjólkina með bestu matarlyst. »Að hafa þvílíkan morgunmal fyrir framan sig, og geta einkis notið«, sagði hann við sjálfan sig. Honum hugkvæmdist nú að með nógu miklu snarræði mundi hann ef til vill geta haft sig út úr þessum vandræðum. Midas konungur greip nú logheita kartöflu, tróð henni upp í sig og reyndi að gleypa hana í skyndi, en breytingin varð fljótari en hann varði. Hann fann að Oppi í honum var ekki kartafla, heldur gull- klumpur, sem logbrendi hann í lung- una. Hann orgaði upp yfir sig og hentist fram á gólflð, barði niður fól- unum og æddi, bæði af kvölinni og óltanum sem hafði gripið hann. »Elsku pabbi minn«, sagði Gull- brá litla, »brendirðu munninn á þér svona mikið?« »Æ, barnið milt«, andvarpaði hann raunalega. »Eg veit ekki hvernig er að fara fyrir vesalings föður þínum«. Þvílík hörmung, börnin góð. Hafið þið nokkurn tíma heyrt gelið um þvílíkan sorgar-viðburð. Hér var bók- staflega sá ríkmannlegasti morgun- malur, sem hægt var að bera kon- ungi, en einmilt af því að hann var svona ríkmannlegur, þá var hann alveg ónýtur. Fátækasti verkamaður, sem sat að brauðskorpum og vatni mundi hafa verið betur farinn en Midas konung- ur, sem sat að krásum, sem voru verðar jafnvægis af gulli. En hvað átti að gera? Midas var orðinn hungraður nú þegar, hvað þá um miðdegi. Ógurleg hlaut matarlyst hans að verða, þegar hann setlist að kvöld- verði, sem auðvilað hlaut að vera sömu óætu réttirnir, sem hann hafði nú fram undan sér. Hvað marga daga haldið þið að hann hafi lifað þessu ríkmannlega lífi? (Frh.) Villi VÍlllií. Eftir R. Kipling. (B. Á. þýddi lauslega). Sagan gerist á Indlandi. Fullu nafni hét hann Parsifal Vil- hjálmur Vilhjálmsson, en hitt nafnið hafði hann séð i barnabók sinni og þá var úli um skírnarnafnið. Fóstran hans kallaði hann allaf litla Villa, en þar sem hann virli ávalt að vett- ugi það sem hún sagði, þá var það til einkis. Faðir hans var yfirforingi 195. hersveitarinnar og hann setti son sinn undir heragann þegar hann varð nógu gamall til þess að skilja, hvað heragi var. Öðru visi varð engu tauti við hann komið. Ef hann gat setið á slrák sínum heilan dag, þá fckk hann merkispjald fyrir góða hegðun og var það fest á brjóst hans, og bryli hann svo aítur var hann svift- ur því, og oftasl nær var hann líka án þess. Börnum er sjaldan gjamt lil vin- áttu við ókunnuga og Villi Vinkí var líka mjög vandur að vinum. Þó varð hann fljólt vinur Brands undirforingja í 195. herdeildinni. Brandur sat við tedrykkju hjá yfirforingjanum og Villi Vinkí kom inn í stofuna og bar þá heiðursmerkið, sem hann hafði nú fengið fyrir það, að hann gat stilt sig um að elta hænsnin niðri í garð- inum. Hann horfði lengi á Brand og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.